Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 55
55 En nýtt ríki rís aftur á Iðavelli, þar sem sannleikur, réttlæti og jöfnuður ráða lögum og lofum, og »hver maður segir, að þýið sé þý«. »Mikil er trú þín, kona« ! í*orsteinn er trúmaður á sína vísu. Ella gæti hann ekki heldur lofsungið byltingar og frelsisstríð. Hann trúir á Himnaríki, ekki síður en kristnir menn. En Himna- ríki Porsteins er hérna megin grafarinnar, hér á jörðu niðri, en ekki einhvers staðar uppi í skýjum himnanna. En það er samt sama trúin. Sömu draumar, sömu vonir sældar og friðar að tjaldabaki tírnans. Mestallur skáldskapur þorsteins er siðlegs efnis, bæði þjóð- félags-, vantrúar- og lífsádeilukvæði hans. Öll þjóðfélagsskipun nútímans er ofin rangindum og ójöfnuði. Og ranglætið situr hvergi fastar í Sessi en í hásætum hæstu guða. Og hann reynir bæði að sýna og sanna þetta með öllum þeim vopnum, er hann á tök á, háði og níði, skömmum og sþopi. Hann bendir bogann beint að guðunum sjálfum, eins og öðrum harðstjórum. fyrir rang- læti þeirra. Peir eru sem oddborgararnir hér á jarðríki. Hylli þeirra og miskunn drýpur þeim ríkast í skaut, sem lifa í alls nægtum og makindum á hæðum þjóðfélaganna. Peir forða þeim frá greipum hegningarlaganna. Peir stela ekki, af því að þeir þurfa þess ekki, því að mörg ráð eru til að veita sér það á annan hátt, er hugurinn girnist. Réttvísin heldur og fremur hlífi- skildi yfir þeim en öreigunum, ef þeim skyldi verða eitthvert lögbrotið á. »Lögin eru ekki samin fyrir þig og þína líka«, segir embættismaður einn við aðalsmann í sögu einni eftir Turgenjeff. Peir einir hljóta mannvirðingar og sæmdarsæti. Paö sakar þá ekki, þótt þeir reiði ekki vitið í þverpokum. Guðs náð leiðir þá um lífið alt fyrir það, veitir þeim gæfu og gengi. En þeir hlaða þá kaunum og kýlum, sem Job forðum, er hefir ekki hepn- ast búskapurinn né komist í það, sem kallast staða, eða slysast eitthvað á á lífsleiðinni (»Örbirgð og auður«). Mikið fær meira, en lítið minna. Svo ranglát eru lög guða og manna.1 1 í'róðlegt er að sjá, hve Sigurður Breiðfjörð legst djúpt í þessu efni. Eitt kvæði hans, »Ríkur og fátækur«, er um gæfumun auðmanna og öreiga. Þessi vísa sýnir skoðun hans, sem er furðu vitur. þótt ekki sé nú kræsnin í búningnum: »Pú kætist, ef að þér í skaut þungum ríksdalasjóði slær. En ef ég fæ í aski graut, ánægju mér það stærri ljær«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.