Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 45

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 45
45 Þessu verða menn að gera sér glöggva grein fyrir, ef rekja á rök þau, er ráðið hafa mestu um þjóðhylli Pyrna. Pá sést, að hjá því gat ekki farið, að ferskeytlur þorsteins, hringhendur hans og odd- hendur, yrðu alþýðueign, ekki sízt er þær vóru jafnspakar og gagnorðar og vísan sú arna: »Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. Sá er löngum endir á Islendingasögum «. Eða þá þessar yndisfögru vísur á víð og dreif úr »Lágnætti« : »Ekki er margt, sem foldar frið, fegur skarta lætur, eða hjartað unir við, eins og bjartar nætur. Stjörnur háum stólum frá stafa bláan ósinn út við sjáar yztu brá eftir dáin ljósin. Sóley kær, úr sævi skjótt sunnan skæra líður. Sé þér blær um bjarta nótt bæði vær og þýður«. íslenzkari vísur hafa aldrei verið kveðnar. Og svona eru allar vísurnar. Sumar enda betri, því að þær eru myndmeiri, mála betur og það í ágætum líkingum, sem seinna verður vikið að. Eær eru bein af beinum og hold af holdi íslenzks alþýðukveð- skapar, þótt mikill sé munurinn á þeim og honum. Skyldleikinn sést bezt, ef menn bera miðvísuna saman við þessa velkveðnu oddhendu Sigurðar Breiðfjörðs (í »Sumrinu«): »Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum. Veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum«.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.