Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 26
26 Norrænar þjóðir á víkmgaöldinni og öndverðum miðöldum.1 Eftir háskólakennara dr. A. OLRIK. I. PJÓÐFÉLÖG. Elztu minjarnar af norrænni tungu, er vér þekkjum, eru nöfn þau á smá-þjóöflokkum, er oss hafa geymst í ritum rómverskra höfunda. Éau sýna, að Norðurlönd skiftust þá í fjölda smáríkja, en nöfn þeirra eru nú ýmist löngu horfin eða þá aðeins til í hér- aðanöfnum, án þess oss sé ljóst, hvað þau eiginlega þýða. ÁJót- landi voru Siglar, Himbrar, Harðar o. s. frv.; á vesturströnd Nor- egs Rygir, Hörðar og Prændur, og þessu líkt um öll Norðurlönd. Ur þessum höfðingja- eða bændadæmum mynduðust svo aftur á styrjaldatímum stærri samfélög, en það gerðist þó — eins hér sem hvarvetna ella, er kyn Gota stóð — fyrst þá, er Arminíus hafði safnað Vestur-Germönum til baráttu gegn Rómverjum. Mynd- un þjóðríkja og öflugt herveldi konunga er hvert öðru samfara. Sá þjóðflokkurinn, sem fyrstur hófst til vegs á Norðurlöndum, voru Svíar. Peir bjuggu við stórvötnin, á útjaðri heims með föstum bólstöðum, höfðu þar haft nægilegt landrými til ræktunar og til að afla sér viðgangs og þroska. Á flatneskjum Upplands gátu þeir ekki klofnað í fylki né flokka, heldur urðu að skoða sig sem eina heild. Á ströndunum við Eystrasalt, á bökkum stöðuvatn- anna og í óteljandi víkum, þar sem bændaplógurinn nú erjar moldina, voru góðar skipastöðvar. Éar óx upp flokkur knárra og karlmannlegra drengja, er héldu saman og kjöru sér konunga, og létu örskreiðar snekkjur skeiða víkingaferðir yfir þvert Eystrasalt. Par sjáum vér fyrst það konunga- og víkingalíf birtast í blóma sínum, sem öll Norðurlönd stefna að. Éar eru helgustu vé Ása í lundinum í Uppsölum. Og um konungdóm Svía, þingstað þeirra og vé, safnast smámsaman allur eystri hlutinn af skandínaviska skaganum, og eftir margra alda strit og sára sundrung langt fram eftir öldum, renna þeir loks allir saman í eina þjóð: Svía. 1 Ritgerð þessi er kafli úr bók, sem út er að koma í Danmörku og heitir: »Verdenskulturen« (Menningarsaga heimsins). Skiftist ritgerð dr. Olriks í fleiri kafla og birtist hér hinn fyrsti þeirra.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.