Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 28

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 28
28 ingar sitja aftur heima að búum sínum, af því ekki tjái að berj- ast gegn hinum unga konungi Norðmanna og hamingju hans. Pannig myndast þessi þrjú ríki, er eiga sömu örlög og Norður- lönd öll á komandi öldum: Dana og Svía, er fengu nöfn sín af þeim þjóðflokkum, er voru kjarninn í ríkisheildinni, og Noregur (Nor(ð)vegur), er hlaut nafn sitt af legu sinni, miðað við hið syðra og eldra danska ríki, með því að enginn þjóðflokkur, heldur vilji eins einstaks manns hafði orðið til að hefja það til sama vegs og hin ríkin. En þó þessi pólitiska framþróun sé harla merkileg, þá sætir þó framþróunin í þjóðerni og tungu ekki minni tíðindum. Pegar fyrst fara sögur af norrænum þjóðflokkum, er enginn verulegur munur á þeim og öðrum þjóðflokkum af gotnesku kyni: Söxum og Englum (Angler) við rætur Jótlandsskaga, Svevum á Eystrasaltsströndinni og Gotum á Weichselbökkum. Eiginleg takmörk að því er tunguna snertir hafa naumast átt sér stað. Gotarnir á Gotlandi voru ekki einungis að nafninu til, heldur líka að því er snertir málseinkenni náskyldir hinni miklu Gotaþjóð á Weichselbökkum. Jótar hafa að minsta kosti í einu atriði staðið mjög nærri hinum engilsaxnesk-frísiska tunguflokki. Pjóðernistilfinn- ingin var því næsta reikul og flögraði fram og aftur eftir því sem sambandið var í hvert skifti. Vesturhafsþjóðirnar (í Hannóver og á Jótlandsskaga) skoðuðu sig sem Ingvína, er ættu einn sameig- inlegan ættföður: Ingva; seinna færðist nafnið Ingvínar yfir á Dani; og þegar komið er niður á víkingaöldina, eru Svíakonungar »Ingva ættar«. Hinsvegar er ekkert fornt samnefni til fyrir Norðurlönd; á víkingaöldinni fara menn að þreifa fyrir sér í því efni með nöfn- unum »Norðurlönd«, »dönsk tunga«; en sagnir um sameiginlegan uppruna myndast ekki fyr en á miðöldunum.1 Ejóðaflakkið varð fyrst til að skapa skilyrði fyrir sérstakri norrænni framþróun; með henni brustu þau bönd, er tengdu hina norrænu þjóðflokka við nábúana fyrir sunnan. Saxar og Englar fluttust til Englands; Svevar og Gotar héldu suður á bóginn; Eystrasaltslöndin voru um stund nálega í eyði, unz þau hægt og bítandi fyltust nýjum þjóðflokkum. Slavneskir þjóðflokkar þokuð- ust þangað að austan og settust að á Eystrasaltsströndinni, alt inn 1 Skandin-avja (Fjall-ey?) er fornt nafn á Skandínavíu-skaganum, en festist við suðuroddann (Skadinavía—Skáney—Skáni).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.