Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 59
59
syni. Par er mannfólkið selir, sem heyja baráttu lífsins á söndum
og »söltum bárum« og árgalinn í hvítu sélslíki, sem vakir á verði
fyrir kynslóðirnar, er sofa svefni hugsunarleysisins að vanda.
]Pá á Porsteinn ekki að vera »kraftaskáld«. Pað er satt, ef
það á ekki að vera kraftur í öðru en lýsingum á ófreskjum og
forynjum aftan úr forneskju, eins og sumir virðast ætla. En kraft-
urinn er kraftur, hvort sem hann er í broshýru ástarkvæði eða
rammasta níði. En hitt er auðvitað, að jafnmikill kraftur hrífur
oss misjafnlega, eftir því hvort hann snertir næma eða ónæma strengi
í sál vorri, líkt og bylurinn sveigir hluta trésins mismunandi, eftir
því hvort kviðan skellur á stofni þess eða greinum. Ef mönnum
skilst þetta, þá vonar mig, að þeir saki Porstein ekki um þrótt-
leysi. Mér finst t. d. kraftur í þessum orðum:
»Ó, þú móðir vor kær,
mun ei máttug og skær
yfir miðsumrum aldanna gígjan hans Jónasar hljóma?
Ó, þú fjalldrotning kær,
settu sannleikann hátt,
láttu hann sitja yfir tímanum djarfan að völdum,
svo að tungan þín mær
beri boð hans og mátt,
eins og bylgjandi norðurljós fjarst eftir öldum.
Við öfundum soninn, sem á þig að krýna,
við elskum hvern gimstein, sem þar á að skína.
Fram á tímanna kvöld
raðist öld eftir öld,
gamla Island, sem tindrandi stjörnur á krónuna þína«.
Svo mikill söngvari er Porsteinn, þegar honum tekst bezt.
Hvar eru meiri tilþrif og hærra flug í íslenzkum kveðskap en í
þessum tónum? Ibað er eins og menn svífi upp í æðri heima, er
þeir lesa sltkan skáldskap.
Eða er ekki kraftur í þessum erindum úr »Sólskríkjunni«,
blíðum og viðkvæmum sem móðurást:
»En sætust af öllum og sigrandi blíð
hún söng mér þar ljóðin um dalbúans næði,