Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 72
72 og austurströndina, og stendur það eflaust í sambandi við hinn mikla mun á hita sjávarins við þessar strendur. Sjórinn við suður- og suðvesturlandið er nefnilega miklu heitari en við norður- og austurland. Hrognin þróast því fyrst um sinn í heita sjónum, en þegar ungviðið fer að vaxa, flyzt það til kaldari strandanna og sömu- leiðis fiskurinn þegar hrygnitíminn er á enda. í*á er og vert að geta um, að mergð hefur fundist af nytsömum krabbategundum, t. a. m. kampalampa og »norskum« humar. í*á er og mesti urmull af smokkfiski við strendur íslands. Eflaust mundu smokkfisksveiðar borga sig vel, því hann er fyrirtak til beitu. T*á komum vér að þriðja kaflanum eða sögu þorsksins og skal ofurlítið drepið á hana. Frá því fyrst fara sögur af hafa menn stundað þorskveiðar í Norðurhafinu. í sögum vorum er getið um fiskiveiðar bæði í Noregi og á íslandi. Svo er sagt í Eglu að Þórólfur Kveldúlfsson hafði menn sína í sfldveri og í skreiðfiski í Nor- egi og Skallagrímur hafði útræði á Alftanesi á Mýrum. Það sem fiskað var í Norð- urhafinu var yfirleitt þorskur; í Norðursjónum voru miklar þorskveiðar, en þar að auki voru aðrar fiskitegundir veiddar þar. Langmest kvað að skreiðfiski af öllum þorskveiðum í Norðurhafinu, en skreið kölluðu forfeður vorir fiskigöngurnar eða þorskaflokkana, er komu á miðin til að hrygna; veiðina kölluðu þeir og skreið og það var alment fyrrum, og þekkist enn að kalla harðfiskinn skreið. í’orskurinn fer í flokkum inn á miðin eða grunnsævið til að hrygna og er þá talað um göngur eða fiskigöngur. í Norðurhafinu er mjög svo auðvelt að finna hrygningarsvæðin, því þar er að mestu leyti aðeins um þorsk að ræða og þarf því ekki annað en rannsaka, hvort mikið er af hrognum í hafinu. Sé mikið af hrognum, bendir það á, að þar sé hrygnisvæði. I Norðursjónum er' miklu erfiðara að finna hrygningarsvæði þorsksins, því þar hrygna margar aðrar tegundir á sama svæðinu, en mjög svo erfitt er, og jafnvel ógjörningur, að aðgreina hrogn hinna ýmsu tegunda. Bezta ráðið til að komast að því. hvar þorskurinn hrygnir, er því auðvitað, að veiða hann meðan á því stendur. Umhverfis Norðurhafið er allmikill hallandi frá ströndinni niður í djúpið, eða allbrattar neðansjávar-hlíðar. Sjóhlíðar þessar kalla Norðmenn »landsbakka«, en vér köllum þær »marbakka«. í^orskurinn hrygnir bæði í þessum hallanda í ákveðnu dýpi og á grunnum, er liggja skamt eða langt frá ströndunum. Vér höfum lauslega getið þess fyr, að þorskurinn hrygnir við suður- og suð- vesturstrendur íslands, en þar fundust engin hrogn fyrir utan strandgrunnin eða utar en á ioo faðma dýpi. í aprflmánuði voru fiskihrogn alstaðar fram með ströndum landsins að sunnan, frá Vestrahorni að Reykjanesi, og fram með Vesturlandinu þaðan og til Hornbjargs. Mest var af hrognum á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Reykja- ness. í júnímánuði voru hrognin orðin að smáseiðum, en þau fundust þá aðeins á sama svæðinu og hrognin voru í aprflmánuði þ. e. við suður- og vesturströndina í yfirborðinu. Hitinn í sjónum við suður- og vesturströndina var yfir 50 og seltan 35°/oo* í júlímánuði höfðu margir þyrsklingarnir leitað botnsins og mátti veiða þá í 26—40 faðma dýpi við suðurströndina, en margir halda sig þó í yfirborði hafsins einkum við norðurströndina. í ágústmánuði hefur allur fjöldinn leitað botns við Norðurland og er hópum saman inni í fjörðunum. Ferðalag ungu þorskanna kring um ísland er á þá leið, að þeir fylgjast með straumnum norður fyrir landið, frá suð- urströndinni til Vesturlandsins, þaðan fyrir Hornbjarg til Norðurlands; í ágústmánuði eru þeir komnir alla leið til Austurlands og í septembermánuði þar inn á firði. Við ísland fanst þorskur á alls konar dýpi frá o—350 faðma, en þó lítið eitt dýpra en 150 faðma. þegar þorskurinn er orðinn 40 cm. á lengd, leitar hann niður í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.