Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 61
6i að efast, að henni verði tekið tveim höndum af allri alþýðu manna, jafn- vel og frá henni er gengið. Því það er næstum ótrúlegt, hve miklu og margháttuðu efni höfundinum hefir tekist að koma fyrir í ekki stærri bók, en þessi er, án þess að hún þó yrði þur eða leiðinleg. En það er öðru nær, en svo sé. Reyndar er bókin allstór (458 bls.), en efnið er líka svo mikið, að vel mætti rita um það mörg bindi. Fyrst er þar inn- gangur um landið og þjóðina yíirleitt, þá um þjóðfélagslífið (stjórnarfar og löggjöf), um andlegt líf (hof og blót, kristnina, skáldskap óg sagna- list, seið og galdra o. s. frv.), um atvinnu- og viðskiftalíf, um ytri lífs- kjör (húsakynni, klæðnað, vopn, tímatal, mataræði, boð, skemtanir 0. s. frv.) og að lokum um heimilislífið, þar sem rakinn er æfiferill manna frá vögg- unni til grafarinnar. Er þar fyrst um uppeldi manna og æskulíf, þá um fullorðinsárin, festar og brullaup, hjúskaparlífið, hjúa- og þrælahald og að síðustu um æfilok manna. þetta yfirlit yfir efni bókarinnar sýnir, hve mikinn fróðleik hún hefir að færa. En skiftir um hver á heldur og má misjafnlega fara með gott efni. En það er skjótast af meðferð höfundarins að segja, að hún er yfirleitt í góðu lagi. Framsetningin er bæði lipur og fjörug og málið gott — miklu betra en á fyrri ritum sama höfundar. Þá er sá kostur- inn ekki hvað sízt teljandi, hve frásögnin er hvetjandi fyrir nútíðarkyn- slóðina. Bókin endar á þessum orðum: »f>á rækja menn bezt minning hinna látnu, er þeir taka þá sér til fyrirmyndar í öllu fögru og hefja merki þeirra hátt á framsóknarbrautinni. Minning feiranna er framhvöt niöjannat. Og einmitt sama hugsunin gengur sem rauður þráður gegn- um alla bókina. Það er því ekki sælgætið eitt, sem hún hefir að bjóða, heldur lfka mestu kostafæðu og hollustu. En er þá alt rétt, sem í bókinni stendur, getum við reitt okkur á að það sé satt? Þessu líkt mun margur spyrja, en flestum verða erfitt um svarið, enda er það og að vonum. En einmitt um þessa hliðina þykist ritstjóri Eimreiðarinnar bær að dæma ýmsum öðrum fremur, þar sem hann hefir nú í mörg ár gert rannsóknir á menning og iífsháttum forfeðra vorra að aðalstarfi sínu og stöðugt haidið um það fyrirlestra á háskólanum. Og vér fáum eigi betur séð en að bókin sé í flestum greinum svo áreiðanleg, sem með nokkurri sanngirni verður til ætlast af bók með því sniði, sem hér er um að ræða. Auðvitað er bókin ekki gallalaus; því fer fjarri; en gallarnir eru hvorki svo margir tiltölulega, né svo verulegir að öllum jafnaði, að það komi mjög að sök. Það gegnir meira að segja furðu, að þeir skuli ekki vera bæði fleiri og stærri, jafn- lélega og höf. hefir verið settur með undirbúninginn. En til þess nú að sýna einnig þá hliðina, skulum vér þá nefna nokkur dæmi: Á bls. 22—3 vill höf. halda því fram, að leysingjar hafi verið jafn réttháir og frjálsir menn. En af Baugatali í Grágás (bls. 202) má sjá, að fyrir víg leysingja voru ekki goldin nema hálf manngjöld, og svo mun og hafa verið í öðrum sökum. En leysingjasonur var fullréttismaður. Á bls. 33 segir: *goðarnir 121' Norðlendingafjórðungi jafngiltu 9 goðum í hverjum hinna fjórðunganna og höfðu því hver um sig nokkuð minni áhrif á landstjórnina en hver hinna goðanna*. Þetta má til sanns vegar færa um dómnefnuna, en tæplega um lögréttuskipun, því þar sátu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.