Eimreiðin - 01.01.1907, Page 19
19
eða úreldast. Þegar Milton hafði Kalvíns trúarkerfi í efnisgrind sinna
dýrðiegu söguljóða, hefur hann síður en ekki grunað, að hann væri að
semja ljóð sín úr sama efni sem »draumar eru ofnir úr«. Og þó stönd-
um vér í dag andspænis þeim staðhætti, að engin einasta grein hinnar
ákveðnu trúarjátningar kristninnar er óvéfengd látin. Og ekki eru það
illir menn, sem þær efa, ekki þeir menn, sem fyrirkoma vilja trúnni og
lífsvonum veraldarinnar; ekki heldur heimskingjar, sem ekki vita betur.
Það er áreiðanlegt, að það eru einmitt hinir vitrustu og beztu menn í
heiminum, sem minst eru trúaðir á flestallar þessar trúargreinar, er áður
voru einna fastast ákveðnar.
Nokkuð það hefur til borið, á hálfri annarri öld undanfarið, sem búið
er þegar að breyta ásýnd veraldarinnar. Veröldin hefur verið rann-
sökuð, þjóðirnar hafa náð samgöngum hverjar til annarra, og af því
hefur leitt að trúarbrögð þjóðanna hafa mætt hver öðrum andspænis.
Vér höfum kynt oss önnur trúarbrögð en vor, vöxt þeirra og afturfarir,
og í dag vitum vér, að braut mannkynssögunnar hefur ávalt legið áfram
út frá villiskógunum og áleiðis til bústaða englanna, er vér trúum að sé
takmarkið. Þessi braut er alla leið stráð deyjandi og aldauða trúar-
brögðum, eins og skógargötur á haustin eru stráðar fölnuðu laufi trjánna.
Nokkuð annað hefur við borið. Vér höfum framleitt vísindagrein,
sem kallast gagnrýni (krítík). Vér höfum rannsakað uppruna og vöxt
þessara erfðasagna; vér höfum rannsakað uppruna og vöxt þessara rita;
Vér höfum komist að því, að nokkru leyti að minsta kosti, hvernig þessar
hugsmíðar þjóðanna verða smámsaman guðdómlegar í hugsun manna og
skoðun.
Enn annað hefur við borið. Það hafa orðið stórar framfarir í vís-
inda uppgötvunum, alt til þess, er fyrri skoðanir og kenningar manna
viðvíkjandi veröldinni, og viðvfkjandi manninum, uppruna hans, eðli hans
og ákvörðun, nú þykja vitrum mönnum óhafandi. í fyrri daga hugðust
menn geta vitað hvað guð hefði verið að hugsa á tímum eilífðarinnar
áður en heimurinn var skapaður. Menn vissu upp á hár, hvenær og
hvers vegna veröldin var sköpuð. Menn vissu, eða hugðust vita, hvenær
og hvers vegna mannkynið »féll«, og að það lá æ síðan í frá upphafi
undir bölvan og bræði guðs. Menn vissu, segi ég, eða þóttust vita
þessa hluti Nú vitum vér, að ekkert af þessu er satt. Vér lifum nú í
nýrri veröldu; hugsanir vorar eru orðnar alt aðrar; vér fáumst við alt
aðra drauma, aðrar vonarstjörnur lýsa oss.
En sem ályktun af öllum þessum breytingum, sem orðið hafa, langar
mig til að ákveða afstöðu tveggja flokka manna gagnvart trúarbrögðun-
um. Væri tími til, og þessi staður til þess fallinn, mætti ég lengja þetta
mál, en samkvæmt atvikunum læt ég þessa tvo flokka nægja.
Margir, og það hámentaðir menn, eru þeirrar skoðunar, að trúin
sé að deyja út, og fagna því. Einhver hinn gáfaðasti maður, er ég hefi
þekt, sagði oftlega, og þóttist hróðugur af: »Trúin er að deyja, og sið-
menningin að koma í hennar stað«. Hann hugsaði, eins og margir aðrir,
að trúin fylgdi barnæsku mannkynsins, að hún væri hlutur, er menn yxi
frá og síðan væri úr sögunni.
En annar flokkur manna er til — þetta göfuga, góða, trúlynda,
elskulega kirkjufólk — sem er hrætt um að trúin sé á förum, ætli alveg
2'