Eimreiðin - 01.01.1907, Side 17
i7
mikli rétttrúunarvefur guðfræðinnar«. Annar Norðmaður (Jæger pró-
fessor), ritaði nýlega bók til að sýna þá mótsögn, sem fyrir afturhald
og einræni hinna rétttrúuðu væri komin milli kirkjumanna og hins fjöld-
ans, sem fylgdu nýrri lífsskoðunum »Ovinur kirkjunnar hér í landi er
kirkjan sjálf«, segir hann, »því hennar trúarkerfi er í fullri mótsögn við
allan þorra nútímamanna«. Sama segja frjálsir guðfræðingar í öllum
löndum. Að vísu reyna ríkiskirkjurnar til að miðla málum, sýna töluvert
umburðarlyndi og jafnvel loka augum, þó að einhver klerkur verði ber
að því, að víkja í einhverju frá hinum fornu játningarritum. En það um-
burðarlyndi helzt hvorki stjórn né biskupum uppi, því að vandlætingamenn
nógir eru við hendina, einkum í heimatrúboðunum, og hrópa óðara:
»Ef þið látið þennan lausan, eruð þið ekki keisarans vinir!«, d: þá eruð
þið ekki réttir verðir hinnar hreinu og ófölsuðu kenningar ykkarkirkju!
Og svo koma »völdin og fjöldinn«, pólitík, landslög og aðrir staðhættir.
Lærðir menn, rithöfundar, biblíurannsóknin nýja, fundir frjálsra guðfræð-
inga, alt legst á eitt að leiðrétta skoðanir kirkjunnar. Ofan á virðist
lítið sem ekkert lát á verða. Og »þó gengur jörðin«. í öllum löndum
gliðna veggir hinna gömlu múra; í öllum löndum blöskrar æ fleirum
sonum hinna rétttrúuðu sjálfum þessi þeirra alkunna veraldarskoðun, að
meiri hluti allra sálna (sumir reikna iooo, sumir 100,000, sumir miljón
móti einum!) fari til eilífrar fyrirdæmingar! Svo draga spottararnir
ályktanir og segja, að samkvæmt þeirri kenningu sé Drottinn gjaldþrota,
það sé óvinurinn, sem ábatann hafi og ríkið erfi!
Að útlista hina nefndu mótsögn, nálega í öllum heims- og lífsskoð-
unum milli beggja parta, er erfitt, og hér oflangt mál. í þess stað skal
hér fylgja þýðing ræðu, sem flutt var 1905 í Genf í Sviss af ágætum
guðfræðingi frá Ameríku, J. M. Savage. En fyrst skal hér geta í fám
orðum tækifærisins þegar ræðan var flutt.
IV.
Árið 1900 stofnuðu nokkrir frjálslyndir trúmenn í Boston í Ameríku
allsherjar trúarþing frjálsra guðfræðinga, er halda skyldi annaðhvort ár
í því landi, sem ákveðið yrði. Var Unítaratrúarfélagið í Ameríku for-
sprakki þess fyrirtækis. Fyrsta þingið var haldið i Lundúnum 1901,
annað í Amsterdam 1903, hið þriðja í Genf 1905. Á þessu þingi mættu
kjörnir kennimenn frá 11 þjóðum, en 54 trúarfélögum. Var þar fjöl-
menni mikið saman komið, auk 500 tilkjörinna fulltrúa. Margir frægir
menn, þar á meðal Harnack, sendu ávörp, en gátu ekki mætt sjálfir.
Einkennilegt þótti, að enginn mætti þar, móti venju, frá Norðurlöndum.
Af frægum mönnum, sem töluðu á þingi þessu, er til lítils að nefna nöfn,
því þau eru flest ókunn öllum hér á landi. En þrjá menn verður að
nefna, og fyrstan alira Pfleiderer frá Berlín; hann þykir nú mestur allra
guðfræðinga í heimi, sérstaklega í sögu fornkirkjunnar, það var og hann,
sem sendi hinn fræga fyrirlestur til sýningarinnar í St. Louis. Annar al-
kunnur guðfræðingur var Savage prestur, sá er áður var nefndur og
ræðuna hélt, er hér skal þýða. Hann prédikaði úr Kalvíns gamla stól
og í höfuðkirkju hans, er Péturskirkja heitir. í borginni eru minnismerki
þeirra beggja Kalvíns og Servetusar, sem Kalvín lét dæma til dauða og
2