Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 62
Ó2
auk goðanna 9 raenn úr hinum fjórðungunum með fullum atkvæðisrétti,
svo atkvæðin urðu jafnmörg úr hverjum fjórðungi, eins og líka er tekið
fram á bls. 48.
Á bls. 76 segir um Njál og Olaf pá, að þeir hafi átt búðir á þingi,
»og voru þessir menn þó eigi goðar«. Sú fullyrðing er að minsta kosti
vafasöm, því þó Olafur pá sé hvergi beinlínis nefndur goði, þá bendir
alt á, að bæði hann og Höskuldur faðir hans hafi verið goðar; þeir
koma jafnan fram sem héraðshöfðingjar með sams konar valdi og goð-
arnir höfðu. Þetta styrkist og enn frekar við það. er sjá má af Lax-
dælu (k. 71), að Halldór sonur Olafs hefir verið goði, þar sem bann segir:
»en undan vil ek skilja sektir allar ok svá goðorð mitt«. Um Njál er
það að vísu hvergi heldur tekið fram með berum orðum, að hann hafi
verið goði, en orð hans í Njálu (k. 97) benda þó sterklega í þá átt: »ok
kemr þat til vár, er lögin kunnum ok þeim skulum stýra. Þykki
mér þat ráð, at vér kallimz saman allir höfðingjar ok talim um. þeir
gengu þá til lögréttu. Njáll mælti: þik kveð ek at þessu, Skapti Þór-
oddsson, ok aðra höfðingja* (0: goða). Af þessu má sjá, að Njáll á
sæti í lögréttu og telur sig einn af þeim höfðingjum, er lögunum eiga að
stýra. Er þá ekki nema tvent til: annaðhvort hefir hann verið goði eða
einn af þeim þremur mönnum úr Sunnlendingafjórðungi, sem setu áttu í
lögréttu með fullum atkvæðisrétti ásamt hinum 9 goðum úr þeim fjórð-
ungi, og er það máske líklegast.
Á bls. 96 segir: »Á Lögbergi standa þeir Mörður og Eyjólfur með
vinum sínum og sækja og verja málið hátt og skörulega«. En sókn og
vörn mála fór aldrei fram að Lögbergi og þá heldur ekki í þessu máli.
Frásögnin í Njálu sýnir og ljóst, að einungis lýsing málsins fer fram að
Lögbergi, en öll sókn og vörn þess fyrir Austfirðingadómi, á alt öðrum
stað, austan ár (sbr. um kviðina: »vestr á árbakka«).
Á bls. 128—9 stendur: »í upphafi var Oðinn mest tignaður . . . .
en þegar á leið víkingaöldina fór Óðinstignunin rénandi . . . . En eftir
því sem Óðinstignunin rénar, eftir því eykst Þórstignunin*. Hér eru höfð
algerð hausavíxl á hlutunum og virðist svo sem höf. sé ekki vel kunn-
ugur síðari tíma vísindarannsóknum um þetta efni. Sannleikurinn er sá,
að í upphafi var Þór höfuðguðinn (= Júpíter) og mest tignaður, en eftir
því sem tignun hans rénar, eykst Óðinstignunin. Þegar ísland bygðist er
þór enn höfuðguð í Noregi, að minsta kosti víðasthvar, og sama verður
á íslandi. Það er meira að segja vafasamt, hvort Óðinsdýrkunin hefir
nokkurn tíma náð til Islands að nokkrum mun, þó íslenzkum skáldum og
sagnfræðingum sé vel kunnugt um hann. Hjá íslenzkum almúga finst
Óðinstignunar hvergi getið, heldur Þórs, Freys og Njarðar. Óðinstign-
unin færist frá Norður-þýzkalandi norður á bóginn, fyrst til Danmerkur
og Svíþjóðar, en síðast til Noregs. En til íslands kemst hún aldrei að
neinu ráði. Þar ríkir Þór til loka heiðninnar, unz hann fellur fyrir Hvíta
Kristi.
Á bls. 142 segir svo: »Hún (Ásatrúin) er í bersýnilegri hnignun
og afturför. Hjátrúin er farin að grafa um sig og ryður sér meir og
meir til rúms. Menn fara að blóta álfa og dverga og alls konar dular-
vætti í hólum og steinum, eða þá fossa og lundi 0. s. frv.«. Hér eru
enn höfð hausavíxl á eldra og yngra stigi, Dulvættatrúin (sem ekki er