Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 60
6o
um lundinn sinn kæra og lynggróna hlíð,
þó lítil og fátækleg væru þau bæði;
en svipurinn hýrnar, þér sýnast þau fríð
í syngjandi snjótitlings vornæturkvæði.
far söng hún í kyrðinni elskhugans óð
um óbygðar heiðar og víðsýnið fríða
og æskunnar barnglaða, blíðróma ljóð,
sem biður þess sumarið: aldrei að líða;
því sitja þar vorkvöldin hlustandi hljóð,
því hika þar nætur og dreymandi bíða«.
Næsta kvæði á eftir »Sólskríkjunni« er »Ljónið gamla«,
mergjað skammakvæði (um uppgjafaembættismann einn?) — og
má segja, að þar kveði við annan tón en í kvæðinu á undan.
Harpa hans á margar tóntegundir. Pað eru ekki margir níðskæld-
ari en hann, ef í það fer. Hann er og oft meinhæðinn (t. d. sum-
staðar í »Jörundi« og víðar). Einkum er meira skop (humor) í
kvæðum hans en flestra annarra íslenzkra skálda (svo sem í
»Eiðnum«). — —
Skáldskapur Porsteins minnir á átthaga hans, sem Jónas lýsir
í »Gunnarshólma«. I Rangárþingi eru einna mestar náttúrubylt-
ingar á íslandi, eldgos, landskjálftar og vatnagangur. En þar eru
líka, að sögn, fegurstu og broshýrustu sveitir lands vors. Ekkert
íslenzkt skáld hefir ort svo aflmikil og herská byltingakvæði sem
hann. En sum ljóð hans eru líka blíð og brosandi, sem fagurt
íslenzkt vorkvöld. Hann er og verður lengi skáld nútímans
með Islendingum.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON.
R i t s j á.
JÓN JÓNSSON: GULLÖLD ÍSLENDINGA. Rvík 1906 (Sig. Krist-
jánsson).
Loksins er hún hér komin, sú bókin, sem vér höfum lengi þráð:
yfirlit yfir menning og lífshætti feðra vorra á söguöldinni. Og lítt þarf