Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 46
46 Það er sama haudbragðið, iðnlagið á þeim báðum og minna hver á aðra. Pað eru þessar vísur og þeirra líkar, er aflað hafa þor- steini og ljóðum hans vinsælda meðal íslenzkrar alþýðu. Pað er rímlist hans og búningur allur, er menn dást einkum að og unna mest í ljóðum hans. Braglist þorsteins er ramíslenzk. Hún er að vísu ekki íslenzk á þann hátt, að hann yrki líkt og hann hefði verið uppi á dögum Eddukvæðanna eða Egils Skallagrímssonar. Pað sér ekki merki þess á t’yrnum, að hann sé snortinn af snilli þeirra eða öðrum fornum kveðskap, eins og t. d. Jónas og Matthías. Og hann yrkir ekki mikið undir fornum háttum, eins og sum íslenzk nú- tíðarskáld, einkum eldri skáldin, hafa gert — að eins eitt erindi dróttkvætt í allri bókinni. Flestir bragarhættir hans eru samt gamlir og góðir kunningjar. Hann leikur sér oft að ferhendum, eins og íslenzkir alþýðumenn, er þeir láta fjúka í kviðlingum. Hann er kvæðamaður — er þar léttastur og liprastur á vora tungu. Hann yrkir auðvitað undir mörgum öðrum háttum — og eru sumir þeirra bæði dýrir og söngmiklir. Hann er líka söngvari. Og mál hans er íslenzkt. En hann er ekki »forn i máli«. Öðru nær. Ekkert íslenzkt skáld yrkir meira á svo lifandi máli sem hann. Edduhnoði og kenningum bregður varla fyrir í kvæðum hans (»silki-Hlín« á einum stað hið helzta). En það er einkenni- legt, hve fá fátíð orð eru í ljóðum hans. Lesandinn rekur sig hér um bil aldrei á orð, er honum koma ókunnuglega fyrir, hefir ekki heyrt áður. Hann seilist ekki eftir orðunum inn í leyndustu króka og kima málsins, eins og Guðmundur Friðjónsson. Hann hleður aldrei saman jafnfágætum íslenzkum kjarnyrðum og Stephán G. Stephánsson og Einar Benediktsson, t. d. í Skútahrauni og víðara. Hann hefir mest hversdagsorð, alþýðleg og öllum auðskilin. — Ef rannsakað væri, hvert íslenzkt skáld hefði mestan orðaforða, hygg ég, að margir yrðu þar ofar á baugi en hann. Og orðaröðin er eðlileg. Hann bútar ekki í sundur samsett orð og smeygir ekki löngum romsum í milli þeirra (eins og t. d.: »í Líbanons- er yndi -skóg« eða þess háttar). Sumstaöar er orðaskipan hvergi breytt frá því sem gerist í daglegu máli: »Hvað sem gestur lék við lýð, leizt honum á þig marga tíð;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.