Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 46

Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 46
46 Það er sama haudbragðið, iðnlagið á þeim báðum og minna hver á aðra. Pað eru þessar vísur og þeirra líkar, er aflað hafa þor- steini og ljóðum hans vinsælda meðal íslenzkrar alþýðu. Pað er rímlist hans og búningur allur, er menn dást einkum að og unna mest í ljóðum hans. Braglist þorsteins er ramíslenzk. Hún er að vísu ekki íslenzk á þann hátt, að hann yrki líkt og hann hefði verið uppi á dögum Eddukvæðanna eða Egils Skallagrímssonar. Pað sér ekki merki þess á t’yrnum, að hann sé snortinn af snilli þeirra eða öðrum fornum kveðskap, eins og t. d. Jónas og Matthías. Og hann yrkir ekki mikið undir fornum háttum, eins og sum íslenzk nú- tíðarskáld, einkum eldri skáldin, hafa gert — að eins eitt erindi dróttkvætt í allri bókinni. Flestir bragarhættir hans eru samt gamlir og góðir kunningjar. Hann leikur sér oft að ferhendum, eins og íslenzkir alþýðumenn, er þeir láta fjúka í kviðlingum. Hann er kvæðamaður — er þar léttastur og liprastur á vora tungu. Hann yrkir auðvitað undir mörgum öðrum háttum — og eru sumir þeirra bæði dýrir og söngmiklir. Hann er líka söngvari. Og mál hans er íslenzkt. En hann er ekki »forn i máli«. Öðru nær. Ekkert íslenzkt skáld yrkir meira á svo lifandi máli sem hann. Edduhnoði og kenningum bregður varla fyrir í kvæðum hans (»silki-Hlín« á einum stað hið helzta). En það er einkenni- legt, hve fá fátíð orð eru í ljóðum hans. Lesandinn rekur sig hér um bil aldrei á orð, er honum koma ókunnuglega fyrir, hefir ekki heyrt áður. Hann seilist ekki eftir orðunum inn í leyndustu króka og kima málsins, eins og Guðmundur Friðjónsson. Hann hleður aldrei saman jafnfágætum íslenzkum kjarnyrðum og Stephán G. Stephánsson og Einar Benediktsson, t. d. í Skútahrauni og víðara. Hann hefir mest hversdagsorð, alþýðleg og öllum auðskilin. — Ef rannsakað væri, hvert íslenzkt skáld hefði mestan orðaforða, hygg ég, að margir yrðu þar ofar á baugi en hann. Og orðaröðin er eðlileg. Hann bútar ekki í sundur samsett orð og smeygir ekki löngum romsum í milli þeirra (eins og t. d.: »í Líbanons- er yndi -skóg« eða þess háttar). Sumstaöar er orðaskipan hvergi breytt frá því sem gerist í daglegu máli: »Hvað sem gestur lék við lýð, leizt honum á þig marga tíð;

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.