Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 48

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 48
48 nokkuð í tvö horn um búnaðinn, þótt bæði séu klæðin sniðin á sama hátt og úr sama efni. Islenzkir ljóðavinir unna búningi Porsteins. Hann er aðalástæða þjóðhylli hans, sem áður er getið. Pað sést bezt, ef rakin eru för hans í nýjustu ljóðagerð vorri. Eg minnist þess ekki, að ég hafi orðið var við, að yngstu ljóðasmiðir vorir séu snortnir af efni kvæða hans. En margir spreyta þeir sig á að klæða kvæðaleysur sínar hinum áferðarfagra og þýða búningi hans. En þessar stælikrákur hans hafa ekki varað sig á því, að Porsteinn hafði eitthvað að klæða. Pessi kvæði þeirra hafa því orðið eins og bókabönd, skreytt á röndum og gylt á kili, en vantar — heldur bagalega — bókina innan í, svo að þar sé bók, er þau eru. Pað getur verið vafamál, hvort þorsteinn sé mesta ljóðskáld vort, þeirra er nú eru lífs, þótt hann yrði þeim öllum hættulegur, ef fara ætti í skáldajöfnuð. En hitt leikur ekki á tveim tungum, að hann er mesta listaskáld, er nú er uppi á vora tungu. Guð- mundur Guðmundsson er að vísu sleipur — kveður bæði dýrt og létt, og mál hans er fagurt og vandað. En kvæði hans eru ekki að sama skapi efnismikil. Og menn verða að gæta þess, að það er hægra að þreyta list sína á dýrum og erfiöum háttum, þegar mestöllum kröftunum er varið til búningsins og efnið jafnvel sniðið eftir honum. Hér er ekki kostur á að rannsaka að nokkru ráði samhengi milli lífs Þorsteins og skáldskapar. Til þess brestur mig kunnug- leik. Því síður er hægt að kanna útlend skáldrit, er fest hafa rætur í hug hans og skáldskapur hans og skoðanir frjóvgast af. Skopblærinn á sumum kvæðum hans minnir á Byron. En ég get ekki sagt þá sögu ýtarlegri að þessu sinni. Þorsteinn hefir ekki verið auðsæll um æfina. Hann víkur að því í kvæðum sínum og sést á þeim, að hann finnur til þess, að hann hefir farið á mis við ýms gæði lífsins. Þaö skreppur upp úr honum, að hann viti, hvað veturinn sé svöngum. Þegar greindir menn eiga við slík kjör að búa, hvort sem það eru skáld eða aðrir, hljóta ýmsar spurningar að kvikna í huga þeirra um fátækt þá, er þeir kenna á •— og spurningin þenst út til örbirgðar yfir- leitt. »Sá er eldurinn sárastur, sem á sjálfum brennur« — og ekkert er betur fallið til að tendra forvitni á aðköstum lífsins og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.