Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 76
76
ritum vorum, að manni finst næstum Konráð Maurer vera hér endurrisinn. Hvort
höf., sem er dómari í Hamborg, er lærisveinn Maurers, vitum vér ekki, en nærri
liggur að ætla að svo sé. Honum hefir að minsta kosti tekist að feta dyggilega í
fótspor hans, því ritgerð hans varpar í mörgum efnura nýju ljósi yfir sögu og eðli
goðavaldsins, og hann færir jafnan svo gildar ástæður fyrir sínu máli, að enginn, sem
fæst við rannsóknir í sögu íslands, getur þegjandi fram hjá þeim gengið. Það er
heldur ekki í fyrsta sinn sem höf fæst við þessi efni, því hann hefir áður ritað ágæta
ritgerð um íslenzka höfðingja á söguöldinni (»Die islándischen Háuptlinge« í »Zeit-
schrift der Savigny-Stiftung fiir Rechtsgeschichte« XXIV, 1903), sem fer í líka átt
og þessi, þó málið sé þar ekki skoðað frá eins mörgum hliðum. Höf. hefir og
skrifað góða bók um réttarstöðu kvenna og hjúskaparlög í fornöld (»Mutterrecht
und Ehe«). V. G.
UM TRÚARBRÖGÐ NORÐURLANDABÚA AÐ FORNU (»The Religion of
ancient Scandina‘via«, London 1906), hefir W.A. Craigie, M. A., í Oxford ritað bók,
sem er liður í ritsafni um trúarbrögð að fornu og nýju (»Religions: Ancient and
modern«). Bók þessi, sem er ekki nema 70 bls. í litlu broti, er þó ekki nein eig-
inleg goðafræði (Mythology) í vanalegum skilningi, heldur reynir hún að skýra,
hvernig trúarbrögðin hafi í raun og veru verið hjá alþýðu manna, þegar búið er að
rekja þau úr þeim umbúðum, sem skáldin og fræðikerfahöfundar síðari tíma hafa
ofið utan um þau.
Bókin skiftist í 4 kafla og er hinn 1. um höfuðguðina: l?ór og Óðin, 2. um
aðra guði og vættir, sem dýrkun hafa hlotið, 3. um hof og goðamyndir, 4. um blót
og hofgoða og hofgyðjur.
Úó bókin sé stutt, er þó flest tekið fram í henni, sem menn vita um trúarbrögð
fornmanna með nokkurri vissu. Ber hún órækan vott um skýrleik höfundarins, glögt
auga, staðgóða þekkingu og vísindalega nákvæmni og dómgreind. V. G.
DANIR OG ÍSLENDINGAR kallast grein í hinu nýja tímariti »Cechische Re-
vue« (I, 1, okt. 1906), sem próf. E. Kraus í Prag hefir byrjað að gefa út. Er þar
skýrt frá Danmerkurför þingmanna og kröfum íslendinga og látið í ljósi, að ísland
muni eiga mikla framtíð fyrir höndum, er það fái að njóta fulls frelsis. V. G.
NÚTÍÐAR-ÍSLENDINGAR (»Die heutigen Islánder«) heitir alllöng ritgerð 1
»Mitteil. der Schles. Gesellschaft f. Volksk.« (XV, Breslau 1906), eftir dr. W. H.
Vogt} sem ferðaðist og dvaldi á íslandi sumarið 1905. Er hún í tveimur megin-
köflum: I. yfirlit yfir bókmentirnar, II. þjóðareinkenni íslendinga, sem er aðalþátt-
urinn. Ritgerð þessi er einkar lagleg og auðséð, að höf. hefir gert sér far um að
skýra rétt og hlutdrægnislaust frá öllu, sem fyrir hann bar, enda hefir honum tekist
það furðu vel, svo að í henni eru engar fjarstæður. Dálitla ónákvæmni eða smá-
villur má þó finna í henni sumstaðar, en þær eru svo óverulegar, að þær skifta litlu.
Það eitt viljum vér taka fram, að það er ekki því að kenna, að málið hafi breyzt
svo mjög, að menn skilji ekki Eddurnar, að þekking á þeim er fremur lítil á íslandi,
heldur hinu, að menn hafa um langan aldur ekki átt kost á aðgengilegum útgáfum
af þeim. V. G.