Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 18
i8 brenna síðan. Urðu þær aðfarir hins fræga siðbætanda blettur á mann- orði hans, því þar brauzt bæði metnaður og hatur á milli. Nú gengu þingmenn í skrúðgöngu að minnismerkjum beggja og vígðu þau lárviðar- sveigum. Þannig hafa tímarnir breyzt, enda munu hinir ströngustu fylgis- menn Kalvíns nú á dögum ekki sjá allan mun á kenningum þeirra keppi- nauta, því Servetus var og hinn mesti skörungur. Servetus var læknir og vísindamaður, og fann fyrstur allra lög blóðrásarinnar, og löngu fyr en Harwey. Hinn þriðji nafntogaði maður á þinginu, er nefna þarf, var öldungurinn Hyacinthe (Pére H. Loyson). Hann er heimsfrægur pré- dikari, mælskumaður og guðsmaður; hann hefur, líkt og Tolstoi, verið útilokaður úr kaþólsku kirkjunni, en þó er hann ástgoði hennar undir niðri, og allir blessa hann, eins Gyðingar og Múhameðstrúarmenn. Hér er lítill kafli úr ávarpi, er hann mælti á þinginu. Þingmenn fréttu frið- gerðina milli Rússa og Japana einmitt meðan fundirnir stóðu, og sendu þegar heillaóskir keisurunum og forseta Bandaríkjanna. Þá stóð Hya- cinthe upp og mælti: »Hví skyldum vér kristnir menn kalla Japana heiðingja? Nú hafa þeir sýnt, að herfrægðina meta þeir minna en drengskap og göfuglyndi, þá er þeir friðinn semja«. Við annað tæki- færi sagði hann: »Hið fyrsta allsherjar kirkjuþing tel ég ekki það, sem haldið var í Niceu 325, heldur það, sem var haldið í Chicago 1903, því að það setti kaþólskur biskup með vorri drottinlegu bæn, og því þingi sleit rabbí, sem var Gyðingur, með hinni sömu bæn«. — — »Eg lýsi blessun minni yfir alla trúmenn og guðsbörn, hvort heldur þeir eru kristnir, Gyðingar, Múhameðsmenn eða Hindúar«. — — »Eg vil láta sameina öll eingyðistrúarbrögð í trausti til alföðursins eilífu miskunnsemi, svo engin fyrirdæming sé lengur til«. far voru Hindúar og Japanar viðstaddir, og stóðu þeir upp eins og hinir kristnu og Iutu hinum góða öldungi. Hann og kona hans eru mjög kunnug á Austurlöndum, og Iofa mjög guðrækni þarlendra manna, þar sem ofsi og óstjórn hefur ekki spilt öllu. 31. ágúst steig dr. M. J. Savage í stól Kalvíns og hélt svo lát- andi ræðu: »Eg vil biðja yður að veita athygli því efni, er ég hefi valið og orða svo: Trúin; margs konar búningur hennar ogeilífikjarni. En ræðutexti minn eru orð Páls postula, 2. Kor. 5,20: »Látið yður sætta við guð«. Það eru færri ár síðan liðin en tímabil sögunnar teljast, að trúar- játning kristindó msins var álitin að vera fast og órjúfanlega ákveðin í öllum höfuðgreinum, fyrir alla ókomna tíma. Mjög merkur kennimaður í Brooklyn (við New York), sagði fyrir nokkrum árum, að framfarir í guðfræði væru fjarstæða. Frá hans hálfu skoðað og eftir hans fullyrð- ing var það mál löngu útkljáð. Guðfræðin, sagði hann, væri ekki annað en skýring skynseminnar og þýðing hinnar guðdómlegu og óskeikandi opinberunar þess sannleika, sem guð_ hefði mönnum gefið. í slíkri opin- berun gæti engar framfarir orðið. Ég ímynda mér, að vart hafi hinum mikla manni, sem forðum átti þennan prédikunarstól og héðan lýsti boðum og banni eins og frá andans veldisstóli, komið það til hugar, að höfuðlærdómar trúarfræða hans mundu nokkurn tíma breytingum taka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.