Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 63

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 63
63 rétt að kalla »hjátrú«) vex ekki upp í lok heiðninnar, heldur er lnín leifar af fornum átrúnaði, sem er enn eldri en Ásatrúin, og dýrkun lunda og fossa er líka eldri en dýrkun goðamynda í hofum, sem nýjustu rann- sóknir álíta að fyrst hafi komið upp á víkingaöldinni eða þá að minsta kosti litlu fyr. En talsvert af þessum fornu trúarhugmyndum helzt enn hjá almúganum eftir að Ásatrúin hefir rutt sér til rúms, á svipaðan hátt og ýmsar trúarhugmyndir heiðninnar (sem vér að vísu nú köllum »hjátrú«) haldast enn í dag hjá oss, þótt landið hafi verið kristið í 900 ár. Á bls. 316 stendur: »þröngan upphlutinn og »lázt« að síðu, eða tekinn inn í mittið« um fustanskyrtil Egils. Hér er »lázt« skýrt eins og það þýddi: lagðist (að síðu); en þetta er ekki rétt, enda stendur ekki »lázt« í neinu handriti af sögunni, heldur »láz«, sem þýðir band eða speldi (á fornfr. laz, sp. lazo, ensku lace, ital. laccio, lat. laqueus). Sömu þýðingu hefir orðið í Fornms. VI, 440. Á bls. 323 segir að vettirnir (belgvetlingar) hafi að jafnaði verið prjónaðir. En prjón þektist víst ekki á söguöldinni og ekki fyr en löngu seinna, enda er enginn þeirra vetlinga, sem fundist hafa á íslandi frá fornöld, prjónaður, heldur eru þeir ofnir eða brugðnir. Á bls. 340 segir: »og var síðan örin og strengurin dreginn með vinstri hendinni (sbr. örvhendr) skáhalt upp á við, en hægri hendinni héldu menn um miðjan bogann«. Þetta er tekið eftir dispútazíu dr. Björns Bjarnasonar, en er jafnrangt fyrir því. Einmitt hið gagnstæða átti sér stað: menn héldu um bogann með vinstri hendi, en drógu hann upp með hægri. Þetta var svo ljóslega sannað af prófessor Kromann við dispú- tazfuna, bæði með fornum myndum og öðru, að enginn gat verið í nokkr- um vafa um það lengur, enda kom engin sönnun fram á móti; því orðið »örvhendr« á liklega ekkert skylt við þetta mál, hvernig svo sem á því orði stendur. Á bls. 395 er »bekkjargjöf« og »línfé« látið vera alveg sama, en sá var munurinn, að gjöfin var kölluð »bekkjargjöf«, þegar brúðurin var ekkja, en »línfé«, er hún var mær eða ógift stúlka. Pví segir Ingibjörg, að Kjartan muni gefa Guðrúnu moturinn að »bekkjargjöf«, en hann gaf Hrefnu hann að »línfé«. Sams konar greining er gerð víðar í sögunum á þessu tvennu. Rúmið leyíir eigi að tilfæra fleiri dæmi, þó margt mætti til tína, enda eru um sumt skiftar skoðanir, og þá ekki hægt um að ræða nema í löngu máli. Aftan við bókina er heimildaskrá og er mikil bót að henni, þó hún sé ekki ætíð nægilega greinileg. Oviðkunnanlegt er það og að vera að eigna útlendingum það, sem er eftir íslendinga, eins og gert er í kafl- anum um klæðabúnaðinn. Af heimildaskránni verður ekki annað séð en að það sé dr. Kálund, sem skrifað hefir um búninga fornmanna í »Grund- riss d. Germ. Philologie«, þó það sé að vísu höf. þessara lína. Geta má og þess, að höf. hefði getað grætt stórum á því, ef hann hefði notað 2. útgáfuna á »Grundriss«, í stað 1. útg., því þar er svo margt nýtt og stórum fullkomnara. Svipað má segja um mörg önnur rit. En þó ýmislegt megi að bókinni finna, þá hefir hún sitt fulla gildi fyrir því, enda má margt af göllunum laga í næstu útgáfu. Því trauðla trúum vér þvi, að það eigi ekki fyrir þessari bók að liggja að koma

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.