Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 20
20 að deyja út; og sakir þessa ótta hatast það við og ófrægir öll vísindi. gagnrýni og allskonar rannsóknir. Þessir menn eru síhræddir, angurværir, á stundum, eða reiðir, og fyllast vandlæti þegar þesskonar spurningum er hreyft, sem þeim finst muni fyrirkoma allri biblíunni. Þeir stórreidd- ust Darwín og hans félögum, fyrir þá sök að þeir dirfðust að vefengja sögUr Móses-bókanna um sköpun heimsins og mannsins. Þessir menn, segi ég, óttast og harma það að trúin ætli að líða undir lok. En vel má vera, að þessum góðu mönnum hafi aldrei til hugar komið, að sá ótti þeirra er ekki vottur um trú, heldur um hreina og beina vantrú. Sá sem er hræddur um, að Guði megi hrinda af stóli, að sannleik Guðs megi vefengja, hann verðskuldar ekki að kallast trúmaður. Ef einhver maður setur bak sitt fyrir hurðina, þykist ég vita fyrir víst, að eitthvað er inni fyrir, sem hann vill ekki láta alla sjá. Og hitti ég menn, sem hræddir eru við að láta rannsaka trú þeirra, veit ég með vissu, að djúpsettur efi býr í hugskoti þeirra, hvort þar sé alt með feldu, ef rann- saka skal. En Guð hræðist ekki ljósið, því að sannleikurinn, og ekkert nema sannleikurinn, er hans orð. Eg er ekki einn af þeim, sem fylgi öðrumhvorum þeim fiokki, sem ég hefi til fært. Eg er ekki þeirrar trúar, að trúin sé á förum, né hræddur um, að hún nokkru sinni deyi út. Og nú bið ég yður, að athuga vandlega fáein augnablik, hvernig ég með orðum ummerki trúna, svo þér megið sjá og skynja, hvort nokkur hætta muni finnast á því, að hún muni dvína og deyja út. Skoðuð frá sjónarmiði skilningsins er trúin hugsun eða hugmynd mannsins um það samband, sem hann sé í við það vald, er ráði alheim- inum, Menn voru fjölgyðismenn, þá er þeir ætluðu að til væri fleira en eitt máttarvald. Nú erum vér eingyðistrúarmenn, af því að þekkingin, sem ýmsir óttast svo mjög, hefur kent oss, að það máttarvald, sem í alheiminum birtist, sé eitt. En hinum miklu hugmyndum um heiminn eru ávalt samferða tilfinningar samsvarandi hugmyndunum, svo að trúin er annars vegar tilfinning, og tilfinning sú eða hræring fer æ eftir hug- myndunum og samsvarar þeim; er háleit og fögur, og góð og göfug, eða hryllileg og auðvirðileg, eftir því hvort hugmyndirnar eru háar eða lágar. En allar hugmyndir og allar gagntakandi tilfinningar stefna óhjá- kvæmilega að því að skapa ytra form, og við það myndast útvortis guðsþjónusta. Þá koma ölturu og fórnfæringar, hof og hörgar, kirkjur og musteri, svo og tíðagjörðir og helgisiðir hverskonar. Og þá sjáum vér sakramenti og leynda dóma; prestar og levítar framkoma, þá sálmar og söngvar, biblíur og bænir — allir þessir hlutir, sem skýra eiga og þýða, þótt í ófullkomleika sé, hugsanir þær og hræringar, sem eru meg- inatriði í lífi trúarinnar. Samfara fer því hugsun (hugmynd), tilfinning og fyrirkomulag. En til hvers miðar alt þetta? Það er tilraun til þess að komast í rétt samband við Guð. Menn hafa ávalt haft einhverjar hug- myndir um Guð, og vissar skoðanir um sjálfa sig, haft hugmyndir og ætlanir um það samband, er þeir væri í við guðdóminn, hugsjónir um, hversu það samband ætti helzt að vera, og hið eina og sjálfsagða mark og mið hefur orðið, að öðlast og halda hinu rétta guðssambandi. Þetta á ekki einungis heima í kristninni, né hjá Múhameðsmönnum né nokkrum öðrum trúarbrögðum, heldur á það heima í þeim öllum. Og því má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.