Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 50

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 50
50 Mörg íslenzk skáld hafa farið illa raeð skáldgáfu sína á þann hátt, að þau hafa valið sér ýms yrkisefni af annarri ástæðu en innri þörf. Pau hafa ort kvæði, sem auðséð er á, að þeim hefir ekki verið nein andleg nautn í að yrkja og þeim hefir ekki búið neitt efni í hug, hvorki tilfinningar né hugsanir, er þeir hefði þörf á að koma í hendingar og stuðla. Má minna á öll erfiljóðin ís- lenzku þessu til stuðnings. Ekki þarf að saka Porstein um þetta. Hann hefir ekki sett neina erfiljóðaverksmiðju á stofn. Hann hefir ekki gert þessi fáu erfiljóð utan við sig, sem eru í Pyrnum. En það má misbjóða ljóðadísinni á fleiru en erfiljóðagerð. Og su goðgá verður skáldunum á, ef starfið sjálft, athöfnin að yrkja, fær þeim engrar ánægju eða þeir búa ekki yfir því efni, er þeir verða að losa sig við, annaðhvort í leikriti, sögu eða ljóðum. Slíkt verður ekki annað en vinna, iðn, er þeir misþyrma skáldgáfu sinni á að fást við. Pað er sama, hvort það eru erfidrápur eða brúðkaupsljóð, þegnfélagskvæði eða stjórnmálabragir, hvort sem þau gera það fyrir bragarlaun eða skipun skyldunnar. Nauðgunin á skáldgyðjunni er söm og jöfn fyrir það. Eg held, að Porsteinn hafi ekki ort þegnfélagskvæði sín af öðru en því, að honum hefir verið svo mikið niðri fyrir í þeim efnum, að honum var þörf á að veita því andrúm í óði. Pað er enginn verksmiðjubragur á »Vestmönnum« eða »Örlögum guðanna*. Öllum ádeiluskáldskap er og hætta búin af því, að hann verður oftast að glíma við það, er lifir og líður á hverfanda hveli. En hann kembir ekki hærurnar, er það er hnigið í valinn, er hann hafði að skotspæni. Hann verður naumast eldri en kofarnir, er Porsteinn minnist á, að ljóðadísin væri svo laghent á að rífa. En Porstein hefir ekki rekið upp á þann granda. Efnið er víðtækt — varðar allan siðaðan heim, enda hefir útlendingur einn sagt um Porstein, að hann væri heimsborgari. Og því miður líður víst á löngu, áður en lýkur allri baráttu auðæfa og öreignar, svo að efnið fyrnist ekki. En því er samt ekki að leyna, að gallar eru á sumum ádeilukvæðum hans, er virðast stafa af því, að hann hefir ekki hamið þau öfl hita og ofsa, er brutust um í fæðingarhríðum þeirra. Petta hefir og vilt honum sjónir í sumum efnum. Svo er að.sjá á »Örlögum guðanna«, sem honum finnist mjög um ástandið á Islandi í fornöld. En það hefir ekki verið meiri jöfnuður á kjör- um manna og auði þá en nú. Grágás geymir mörg ákvæði um göngumenn og farandkonur og sögurnar segja oft frá stafkörlum,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.