Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 64
64 út í annað sinn. Hitt ætlum vér nær sanni, að þess verði ekki langt að bíða. V. G. EINAR BENEDIKTSSON: HAFBLIK. Kvæði og söngvar. Rvík igoó. Einar Benediktsson er ólíkur öllum öðrum íslenzkum skáldum og má telja honum það til gildis. Hann legst djúpt og er því þungskilinn, en þeir, sem leggja út í moldviðrið og myrkviðrið hjá honum, þeim þykir til hans koma. Það hefur oft verið svo að menn, sem ekki voru við alþýðu hæíi, voru eigi minstu mennirnir, einkum á íslandi Það bregður oft fyrir hjá honum líkingum, sem eru svo snildarlegar, að þær kasta ljósi eins og leiftur um nótt. Skal ég nefna nokkrar sem dæmi. í kvæðinu »HiIling« segir hann um landið kringum bæ Njáls og Bergþóru, Bergþórshvol, að það sé »sem sögublað máð og lúið«. Hver, sem hefur séð máð og slitið, svart og óhreint brot af íslenzku skinnhandriti, sér hve aðdáanlega niðurlæging og kotungsskapur gömlu sögustaðanna kemur fram í líkingunni. Þegar maður hefur séð hvernig árnar brjóta landið þar suður frá, verður líkingin enn þá aðdáanlegri. Engu síður er líking í kvæðinu »Brim«: »Eg heyri í þér skammlífa, skjálfandi alda skóhljóð tímans, sem fram skal halda«. Eða »í Slútnesi« : »Mér finst eins og speglist fjötruð sál í frjóhnappsins daggarauga«. Hafið, sem xbrimgrön teygir hátt að hamri og sandi«, sér hann líka í dýrð þess, þegar: »Á unnar varir eldveig dreypist um axlir hæða skarlat steypist«. Litskartið og litfegurðin í þessu kvæði, Lágnættissól, er óviðjafnanleg. Hafa ekki flestir íslendingar séð, um hásumarið, fjöllin steypa skarlats- skikkjum yfir sig og öldurnar hníga eins og rauðagull? Ekkert íslenzkt kvæði um hljóðfæraslátt, sem ég þekki, kemst í ná- munda eða í hálfkvisti við »Dísarhöll«, sem lýsir hverju hljóðfæri út at fyrir sig og samhljóm þeirra svo furðulega, eins óhægt og það er á máli, sem ekki á orð fyrir hvert hljóðfæri. »Bumba er knúð og bogi dreginn«. Bæði hljóðið í orðunum og orðin sjálf lýsa hljómnum og mála hann, og snildarlíkingar eru innan um: »Loftssvanir flýja með líðandi kvaki frá lagargný — með storminn á baki«. Sá, sem heyrt hefur álftir heima á haustin, og lög eftir Beethoven leikin af góðum leikurum utanlands, getur metið þetta. Skáldið er fölskvalaus ættjarðarvinur og kemur það fram í mörgum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.