Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 64

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 64
64 út í annað sinn. Hitt ætlum vér nær sanni, að þess verði ekki langt að bíða. V. G. EINAR BENEDIKTSSON: HAFBLIK. Kvæði og söngvar. Rvík igoó. Einar Benediktsson er ólíkur öllum öðrum íslenzkum skáldum og má telja honum það til gildis. Hann legst djúpt og er því þungskilinn, en þeir, sem leggja út í moldviðrið og myrkviðrið hjá honum, þeim þykir til hans koma. Það hefur oft verið svo að menn, sem ekki voru við alþýðu hæíi, voru eigi minstu mennirnir, einkum á íslandi Það bregður oft fyrir hjá honum líkingum, sem eru svo snildarlegar, að þær kasta ljósi eins og leiftur um nótt. Skal ég nefna nokkrar sem dæmi. í kvæðinu »HiIling« segir hann um landið kringum bæ Njáls og Bergþóru, Bergþórshvol, að það sé »sem sögublað máð og lúið«. Hver, sem hefur séð máð og slitið, svart og óhreint brot af íslenzku skinnhandriti, sér hve aðdáanlega niðurlæging og kotungsskapur gömlu sögustaðanna kemur fram í líkingunni. Þegar maður hefur séð hvernig árnar brjóta landið þar suður frá, verður líkingin enn þá aðdáanlegri. Engu síður er líking í kvæðinu »Brim«: »Eg heyri í þér skammlífa, skjálfandi alda skóhljóð tímans, sem fram skal halda«. Eða »í Slútnesi« : »Mér finst eins og speglist fjötruð sál í frjóhnappsins daggarauga«. Hafið, sem xbrimgrön teygir hátt að hamri og sandi«, sér hann líka í dýrð þess, þegar: »Á unnar varir eldveig dreypist um axlir hæða skarlat steypist«. Litskartið og litfegurðin í þessu kvæði, Lágnættissól, er óviðjafnanleg. Hafa ekki flestir íslendingar séð, um hásumarið, fjöllin steypa skarlats- skikkjum yfir sig og öldurnar hníga eins og rauðagull? Ekkert íslenzkt kvæði um hljóðfæraslátt, sem ég þekki, kemst í ná- munda eða í hálfkvisti við »Dísarhöll«, sem lýsir hverju hljóðfæri út at fyrir sig og samhljóm þeirra svo furðulega, eins óhægt og það er á máli, sem ekki á orð fyrir hvert hljóðfæri. »Bumba er knúð og bogi dreginn«. Bæði hljóðið í orðunum og orðin sjálf lýsa hljómnum og mála hann, og snildarlíkingar eru innan um: »Loftssvanir flýja með líðandi kvaki frá lagargný — með storminn á baki«. Sá, sem heyrt hefur álftir heima á haustin, og lög eftir Beethoven leikin af góðum leikurum utanlands, getur metið þetta. Skáldið er fölskvalaus ættjarðarvinur og kemur það fram í mörgum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.