Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 2

Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 2
2 sprotnir af illu lofti stundum, en stundum af góðu? En það sjáum vér í sögunum gjörvöllum, bæði Fornaldarsögum Norðurlanda, sem að vísu eru ýktar ákaflega, og eins í Islendingasögum. sem sannar munu vera — vér sjáum í öllum þessum sögum, að sögu- hetjurnar dreymir fyrir daglátunum og stundum dreymir þær langt fram í ókominn tírna, — stundum berlega, stundum á torskilinn hátt og í óljósum myndum. Söguhetjurnar sjá inn í ókomna tímann í skuggsjá draumanna *— þær og alþýða manna. Og dularheimurinn opnast fyrir þeim í vökunni stundum. Pegar Vatnsfirðingar stálust inn í hýbýli Sturlu Sighvatssonar á náttarþeli og ætluðu að drepa hann. en svívirða Sólveigu konu hans, þá komu fylgjur þeirra í augljós á undan þeim: Kona ein í héraðinu sendi Sturlu orð daginn áður, og gaf honum það ráð, að »hann skyldi ríða burt úr héraði, því að óvina fylgjur væru komnar í héraðið.« Torvelt verður að færa líkur að því, að þessi kona hafi haft höfuðóra af illu lofti. Pess er getið eitt sinn í Sturlungu, að óttast var um menn nokkura og að þeir mundu farast. Pá tók Sturla skáld »vax- spjöld sín og lék að um stund«, og sagði svo, að þeir mundu komast af heilir á húfi. Petta rættist. Eg gríp þetta af handahófi, til dæmis um andann í Sturl- ungu. Hún er víða stráð blómum þessarar tegundar. Pegar litið er yfir landið og það skoðað í því ljósi, sem hún tendrar og verpur yfir grasgróna valkesti Sturlunganna, þá sér þar í gegnum holt og hæðir og hellana. Þegar Sturlunga er sögð, eða kaflar úr henni, eins og Helgi jarðfræðidoktor gerir í Skírni, þá er gengið á járnuðum tréskóm yfir blómlendi sögunnar. Pá er helt verksmiðjubleki yfir silfur- gljá söguspjöldin. Fussum svei! þegar gáfaðir menn og listfengir gera þetta. Peir menn, sem halda því fram, að draumarnir séu höfuðórar og skýra alla fyrirburði á »náttúrlegan« hátt — þeir hljóta að lenda við það heygarðshornið að lokum, að draumarnir séu til- búningur sögumanna og sagnaritara, þeir sem eru ekki af höfuð- þunga sprotnir. þetta kynni að vera hugsanlegt, þegar umíslendinga- sögur er að ræða, því að þær hafa gengið í munnmælum langa lengi, áður en þær vóru ritaðar. En öðru máli er að gegna um Sturlungu. Heyrnarvottar og sjónarvætti atburðanna, sem hún

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.