Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 14
14 sjálfa söfnuðina, þá fylgir þó kirkjunum enn bæði fjöldinn og völdin. l’eirra megin er ekki einungis mikill hluti alþýðunnar, og henni heldur við trúna eigi einungis uppeldi og vani, heldur og lög og stjórn, stofn- anir og skólar, kirkjur og, kennilýður. Og enn stríða með gömlu kirkju- trúnni heima-trúboðin og sunnudagaskólarnir, en þetta hvort- tveggja hefur afarmikla þýðingu í flestum löndum. Svo má og ekki gleyma einu enn, og það er sú sannreynsla, að alþýða manna skiftir ekki átrúnaði (o: lífs- og trúarskoðunum) fremur en þjóðerni (o: skapferli og eðlishætti) nema afarseint; menn breyta nöfnum á guðum, dýrðlingum, hátíðum og helgisiðum, en inngrónar skoðanir eru lengi fastar fyrir. Þannig felst hin forna trú Grikkja og Rómverja, með stórmiklu af hennar fornu hjátrú, hindurvitnum og fjölgyði, undir gerfi kaþólskunnar á öllum suðurlöndum Evrópu. Og hér á Norðurlöndum, ef ekki hjá öllum ger- mönskum þjóðum, ræður t. a. m. forlagatrúin heiðna allvíða meir í huga manna, en hin kristna forsjónartrú. En ekkert stenzt framstreymi þró- unarlögmálsins, alt umbreytist — nema eitt. Hvað ? Svar: trúin sjálf sem sálarþörf! Osjálfrátt finna allar þjóðir, eins frumþjóðirnar, að eitt- hvað óumræðilegt og almáttugt er í, með, í öllu og yfir öllu — eitthvert ógnarvald, sem talar til meðvitundar þeirra og ávalt á því máli, sem þær þykjast skilja eða í þeim táknum, sem þær þykjast kunna að þýða. Hin stórfeldu orð Páls postula: »í guði erum vér, lifum og hrærumst«, sanna spekingar og smælingjar á öllum öldum. Þetta vald er það, sem hinar fornu kirkjur lifa mest á, þegar alls er gætt; fyrir guðstrú þeirra og hin gömlu Zíons vígi hins arfgenga, dýrkeypta, gamla kristindóms með hans miklu siðmenningarsögu, fylgir þeim enn fjöldinn og vöidin. II. »Og samt gengur jörðin«, sagði Galilei hinn stjörnufróði. Og nú skulum vér snöggvast líta á annað, og spyrja: Hvernig hefur farið fyrir kristindóminum sem endurbættri kirkju síðan siðabót Lúthers hófst? Kaþólsku kirkjunni sleppum vér, hennar breytingar eru tiltölulega hverf- andi síðan, að minsta kosti í Norðurálfunni; stórum hreinsaðist einnig sú kirkja að vísu við hina miklu hreyfingu, og í mjög mörgu hefur hún þokast áfram til meira frjáislyndis, einkum á síðastliðinni öld; en í orði kveðnu og að forminu til lætur hún flest halda iagi, enda hefur enga trúarflokka af sér fætt. Hinar kirkjurnar aftur á móti eiga mikla sögu og margbreytta, einkum hin endurbætta (Kalvíns) deild, sem smámsaman hefur skifzt í svo marga flokka, að þeir nú teljast yfir 200. Vér skul- um ekki rekja sögu mótmælenda og hinna endurbættu, heldup benda á, að það sem mestu olli, að saga þeirra varð ólík, var ekki ágreiningur um trúarlærdóma, heldur það, að Lúther fól þjóðhöfðingjum ríkjanna stjórn og yfirráð kirkjunnar, en þeir Kalvín fengu kirkjunni sjálfri eða söfnuðunum völdin. Á Englandi tók Henrik 8. að sér æðstu stjórn alls kirkjuskipulags. Á þann hátt komst lýðveldið annars vegar inn í endur- bættu kirkjuna, en einveldisblærinn helzt í hinni. Nú er næst að spyrja: Hvoru megin nutu menn betur siðabótarinnar ? Yfirleitt er óhætt að svara: Þeim megin, sem írelsið var meira eða réttindi og mannúð safnaðanna. Reyndar játa nú allir einarðir sögumenn, að siðabótin hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.