Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 48
48 nokkuð í tvö horn um búnaðinn, þótt bæði séu klæðin sniðin á sama hátt og úr sama efni. Islenzkir ljóðavinir unna búningi Porsteins. Hann er aðalástæða þjóðhylli hans, sem áður er getið. Pað sést bezt, ef rakin eru för hans í nýjustu ljóðagerð vorri. Eg minnist þess ekki, að ég hafi orðið var við, að yngstu ljóðasmiðir vorir séu snortnir af efni kvæða hans. En margir spreyta þeir sig á að klæða kvæðaleysur sínar hinum áferðarfagra og þýða búningi hans. En þessar stælikrákur hans hafa ekki varað sig á því, að Porsteinn hafði eitthvað að klæða. Pessi kvæði þeirra hafa því orðið eins og bókabönd, skreytt á röndum og gylt á kili, en vantar — heldur bagalega — bókina innan í, svo að þar sé bók, er þau eru. Pað getur verið vafamál, hvort þorsteinn sé mesta ljóðskáld vort, þeirra er nú eru lífs, þótt hann yrði þeim öllum hættulegur, ef fara ætti í skáldajöfnuð. En hitt leikur ekki á tveim tungum, að hann er mesta listaskáld, er nú er uppi á vora tungu. Guð- mundur Guðmundsson er að vísu sleipur — kveður bæði dýrt og létt, og mál hans er fagurt og vandað. En kvæði hans eru ekki að sama skapi efnismikil. Og menn verða að gæta þess, að það er hægra að þreyta list sína á dýrum og erfiöum háttum, þegar mestöllum kröftunum er varið til búningsins og efnið jafnvel sniðið eftir honum. Hér er ekki kostur á að rannsaka að nokkru ráði samhengi milli lífs Þorsteins og skáldskapar. Til þess brestur mig kunnug- leik. Því síður er hægt að kanna útlend skáldrit, er fest hafa rætur í hug hans og skáldskapur hans og skoðanir frjóvgast af. Skopblærinn á sumum kvæðum hans minnir á Byron. En ég get ekki sagt þá sögu ýtarlegri að þessu sinni. Þorsteinn hefir ekki verið auðsæll um æfina. Hann víkur að því í kvæðum sínum og sést á þeim, að hann finnur til þess, að hann hefir farið á mis við ýms gæði lífsins. Þaö skreppur upp úr honum, að hann viti, hvað veturinn sé svöngum. Þegar greindir menn eiga við slík kjör að búa, hvort sem það eru skáld eða aðrir, hljóta ýmsar spurningar að kvikna í huga þeirra um fátækt þá, er þeir kenna á •— og spurningin þenst út til örbirgðar yfir- leitt. »Sá er eldurinn sárastur, sem á sjálfum brennur« — og ekkert er betur fallið til að tendra forvitni á aðköstum lífsins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.