Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 55

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 55
55 En nýtt ríki rís aftur á Iðavelli, þar sem sannleikur, réttlæti og jöfnuður ráða lögum og lofum, og »hver maður segir, að þýið sé þý«. »Mikil er trú þín, kona« ! í*orsteinn er trúmaður á sína vísu. Ella gæti hann ekki heldur lofsungið byltingar og frelsisstríð. Hann trúir á Himnaríki, ekki síður en kristnir menn. En Himna- ríki Porsteins er hérna megin grafarinnar, hér á jörðu niðri, en ekki einhvers staðar uppi í skýjum himnanna. En það er samt sama trúin. Sömu draumar, sömu vonir sældar og friðar að tjaldabaki tírnans. Mestallur skáldskapur þorsteins er siðlegs efnis, bæði þjóð- félags-, vantrúar- og lífsádeilukvæði hans. Öll þjóðfélagsskipun nútímans er ofin rangindum og ójöfnuði. Og ranglætið situr hvergi fastar í Sessi en í hásætum hæstu guða. Og hann reynir bæði að sýna og sanna þetta með öllum þeim vopnum, er hann á tök á, háði og níði, skömmum og sþopi. Hann bendir bogann beint að guðunum sjálfum, eins og öðrum harðstjórum. fyrir rang- læti þeirra. Peir eru sem oddborgararnir hér á jarðríki. Hylli þeirra og miskunn drýpur þeim ríkast í skaut, sem lifa í alls nægtum og makindum á hæðum þjóðfélaganna. Peir forða þeim frá greipum hegningarlaganna. Peir stela ekki, af því að þeir þurfa þess ekki, því að mörg ráð eru til að veita sér það á annan hátt, er hugurinn girnist. Réttvísin heldur og fremur hlífi- skildi yfir þeim en öreigunum, ef þeim skyldi verða eitthvert lögbrotið á. »Lögin eru ekki samin fyrir þig og þína líka«, segir embættismaður einn við aðalsmann í sögu einni eftir Turgenjeff. Peir einir hljóta mannvirðingar og sæmdarsæti. Paö sakar þá ekki, þótt þeir reiði ekki vitið í þverpokum. Guðs náð leiðir þá um lífið alt fyrir það, veitir þeim gæfu og gengi. En þeir hlaða þá kaunum og kýlum, sem Job forðum, er hefir ekki hepn- ast búskapurinn né komist í það, sem kallast staða, eða slysast eitthvað á á lífsleiðinni (»Örbirgð og auður«). Mikið fær meira, en lítið minna. Svo ranglát eru lög guða og manna.1 1 í'róðlegt er að sjá, hve Sigurður Breiðfjörð legst djúpt í þessu efni. Eitt kvæði hans, »Ríkur og fátækur«, er um gæfumun auðmanna og öreiga. Þessi vísa sýnir skoðun hans, sem er furðu vitur. þótt ekki sé nú kræsnin í búningnum: »Pú kætist, ef að þér í skaut þungum ríksdalasjóði slær. En ef ég fæ í aski graut, ánægju mér það stærri ljær«.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.