Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 23

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 23
23 er sagt, að ég verði maður betri fyrir þá sök, og sama er að segja um þær erindagjörðir, sem ég rek. þær þurfa ekki að vera mildari, veg- lyndari eða merkilegri fyrir það, Það sem gjörir oss sannmentaða er það, hvað vér erum, en ekki hvað vér getum gjört eða hvað fljótt og furðulega það er afrekað. Hið eina, sem oss mestu varðar í veröldinni, er þá þessi tegund trúarbragða, sem ég hér um ræði, að komast í rétt samfélag við Guð og náunga vora. Þetta er einkavon veraldarinnar. Nú er ég kominn að því að tala nokkrar mínútur um kirkjuna og hennar samband við þá trúartegund, sem ég hefi hingað til verið um að tala. Kirkjan á hvaða tímabili sögunnar sem er — og þegar ég hér tala um kirkju, innilyk ég í nafninu hof og musteri hvers konar trúar- bragða sem eru — kirkjan er hin einasta stofnun fyrir trúarlíf manna hvar og á hvaða tíma sem hún er til, og ber einkunnir þjóðar þess tíma. Gamli presturinn á Nýja-Englandi sagði mikið sannleiksorð með fyndnu spaugsyrði um kirkju þá, er hann þjónaði. Hann sagði að ef Drotni þóknaðist að stofna kirkju eða söfnuð á þeim stað, þá yrði hann að byggja úr því fóiki, sem þar væri fyrir. Vildu menn stofna trúarfé- lag á einhverju tímabili veraldarsögunnar, og á hvaða stað sem væri undir himninum, mættum vér búast við, að það yrði líkt þeirri þjóð, sem þar byggi fyrir — mættum búast við, að hún væri þröngsýn, skamt komin í skilningi, hjátrúarfull og grimmlynd, ef slíkir eiginleikar einkendu tíma þeirrar þjóðar. En það vildi ég hafa tekið fram, sem ég og álít að sé hinn mesti sannleiki, að ég álít að kirkjan sé hin bezta og þýðingarmesta stofnun á jarðríki. Það hefur hún ávalt verið, og það mun hún ávalt verða. Hvers vegna? Vegna þess að hún er hin einasta stofnun, sem ávalt hefur til verið, sú er hefur fyrir beinlínis markmið að gjöra menn- ina eins og þeir eiga að vera og koma þeim í rétt samband við Guð og hverjum við aðra. Það hefur engin önnur stofnun til verið, né getur orðið til, nema hún verði kirkja, sú er þann beina tilgang og markmið hefur. Látum þá kirkjuna vera svo ófullkomna, sem vill, og þótt hún á vissum tímum sé bæði hjátrúarfull og grimmlynd; minnumst einungis þess, að tíminn var ekki betri. Oss verður á stundum að dæma Kalvín eins og hann hefði verið hinn eini grimdarseggur sinnar tíðar, fyrir þá sök að Servetus var brendur á báli með hans ráði. En voru önnur félög og stofnanir á Kalvíns dögum vitrar, fijálslyndar, mannúðlegar og mildar, og hann einn undantekning? Hann var barn sinna tíma. Og nú vil ég benda fingri mínum á það, sem ég álít að sé sérstaklegasti, einkennileg- asti og skaðlegasti galli kirkjunnar á öllum öldum, það sem verið hefur rót og uppruni að flestu illu, sem fylgt hefur kirkjunni í verki hennar og framkvæmd. Hefði ég tíma til, hefði ég bent á, hverjar bætur fylgdu því böli, en því verður að sleppa í þetta sinn. Þessi mikli löstur kirkj- unnar hefur æ verið helgivald hennar og gjörsamlega órökstuddu óskeik- unarkröfur. Til síðustu tíma hefur hvert kirkjufélag í heiminum þózt vera óskeikandi, þózt tala í Guðs umboði, stýra og stjórna mönnum eftir Guðs sannleiksorði og fyrir Guðs kraft. Af þessu hafa sprottið ná- lega allar hörmungar í kirkjusögunni. Hví var Jesús leiddur út og færður á föstudaginn langa til þess staðar, þar sem hann var krossfestur? hví látinn hanga þar milli himins og jarðar í ofraun kvalanna alt til þess er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.