Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Side 6

Eimreiðin - 01.01.1909, Side 6
6 hinum ágætustu alþýðukennurum í landinu. Merkastur þeirra var la Cour, sem manna mest varpaði ljóma yfir skólann í útlöndum. Lærisveinunum fjölgaði, konur fengu aðgang að vetrarskólanum, en útlendingar, einkum lýðskólamenn frá Noregi, Svíþjóð og Finn- landi, vöndu þangað komur sínar. Efnahagurinn varð allgóður, því Schröder var búmaður mikill og vinsæll hjá stjórninni. í*á dró skyndilega illviðrisbliku yfir skólann. Sú var ástæða til þess, að stjórnin var ósátt við aðra þingdeildina og gat eigi fengið lögheimilað alt það fé, er hún vildi. Tóku þá ráðherrarnir féð í óleyfi þingsins og stýrðu þannig landinu um nokkur ár. Gremja þjóðarinnar fór dagvaxandi, einkum í sveitunum. Sumir bjuggust við uppreist og borgarastyrjöld. Stjórninni var vel kunnugt, að flestir lýðskólamennirnir voru henni andstæðir og grunaði þá um æsingar. Fóru þá ráðherrarnir að hafa við orð, að óþarft væri að launa skóla af landsfé til að ala upp í þegnunum óhlýðni og þrjózku móti valdhöfunum. Drógu þeir þá mjög af styrk til lýð- skólanna, en léku Askóv harðast, því þar þóttu kennararnir sannir að mótstöðu1). Skyldu þeir nú alls engan styrk fá. Barst sú fregn til Askóv seinasta kensludag um vorið 1886. Sló þá óhug miklum á alla í bænum og þótti flestum sem nú væri tvísýnt um framtíð skólans. Nemendur gengu á fund til að ræða horfurnar. Stóð þá upp piltur einn og bað sér hljóðs. Kvað hann það flestum mönnum ljóst, að stjórn þessi færi í hvívetna fram með rangindum og fáheyrðum tiltektum gegn því, er þjóðinni væri dýrast og gagnsamlegast. Nú vildi hún eyðileggja Askóv, af því hún óttaðist, að hann mundi styrkja afl og lífsanda þjóðar- innar, en það væri henni ómaklegur sigur. Stæði nú engum nær að verja skólann á hættustund, en gömlum og tiýjum læri- sveinum. Gerði hann það að tillögu sinni, að lærisveinar ábyrgð- ust skólanum þær 5000 kr., sem stjórnin synjaði nú um, »þangað til lögleg fjármálastjórn kæmist aftur á í landinu«. Var gerður góður rómur að orðum hans og nefnd sett til að hafa á hendi framkvæmd málsins. Gjafir streymdu inn víðsvegar úr landinu og frá Dönum í Ameríku. Létti hatrið gegn stjórninni stórum J) Sú saga gekk í Askóv, að Schröder hefði þá gjarnan viljað bera kápuna á báðum öxlum og eigi gera sig beran í fjandskap við stjórnina; en þá kvaðst la Cour fara frá skólanum. Það vildi Schröder ekki og gerðist öruggur vinstrimaður. Óku þeir síðan á mótmælafundi og létu rauðan fána blakta á vagninum. Pess vildi stjórnin nú hefna.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.