Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 10

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 10
IO hann sá skil ljóss og skugga, því sterkari varð löngun hans til að komast burt úr eymdinni og kúguninni, að verða hamar, en ekki steðji. Góðir menn, sem þektu föður hans, styrktu hann til náms. Eftir ráðum la Cours las hann stærðfræði, kom til Askóv og varð þar kennari, tengdasonur Schröders og skólastjóri eftir hann. Náttúran hefir verið óvenjulega örlát við Appel, því flest ósjálfrátt er honum vel gefið. Hann er mikill vexti og höfðíng- legur, fríður sýnum, hvasseygur og glottir við tönn, röddin mikil og sterk. Gáfurnar fjölhæfar, hugsunin skýr og skerpt af langri og gaumgæfilegri vinnu við stærðfræði. I’egar þar við bætist sterk sjálfstilfinning og áköf löngun eftir frægð og völdum, þá má nærri geta að slíkur maður muni leggjast þungt á árina. Snemma virðist Appel hafa ásett sér að setjast í sæti Schröders, sem foringi lýðskólanna, og honum hefir tekist það. En raunin hefir verið löng og hörð og nú er hann orðin þreyttur nokkuð á miðjum aldri. Hann hefir unnið meir en menskur maður; sam- hliða feiknamikilli kenslu hefir hann stundað hinar fjarskyldustu vísindagreinar, sögu, guðfræði, tungumál og félagsfræði, og er jafnvígur á alt. Ræðumaður vildi hann og þurfti að vera, og hin fyrstu 10 kennaraár sín samdi hann svo nákvæmlega fyrirlestrana, að hann gat flutt þá orðrétt og viðbótarlaust, en til að verða »málfagur« og orðauðugur las hann góðan skáldskap og hið sama oft. Konu sína fékk hann til að hlýða ræðum sínum, og sagði hún honum síðan til syndanna. Pannig hefir Appel með löngu sjálfsuppeldi náð takmarkinu: að verða einn hinn snjallasti ræðu- skörungur þjóðar sinnar. Appel er framúrskarandi góður kennari, hvort sem heldur er í náttúrufræði eða tungumálum, sögu eða stærðfræði. Hann hefir engan formála og snýst ekki um aukaatriði, en tekur undir eins á kjarna málsins og dregur aðaldrættina skarpt og skýrt. En verði lærisveinunum efnið samt ekki ljóst, þá sér Appel það undir eins, veit um leið á hverju þeir hafa strandað, grípur fram fyrir og kemur með örstutta, en svo gagnhugsaða skýringu, að allir hljóta að skilja hana og það sem bygt er ofan á. I Askóv hafa menn það til rnarks, að sá sé meir en meðalheimskingi, sem ekkert getur lært af Appel. En þrátt fyrir alla meðfædda og ávanda kosti, skortir Appel þó eitt, sem hann má illa án vera: Eiginleika til að vinna persónu-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.