Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 11

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 11
lega samhygð samvistarmanna. Menn dást að honum og beygja sig fyrir gáfum hans og viljastyrk. En fáum þykir vænt um hann, því þeir efast um, að hann sé þeim heill og trúr, þótt hann mæli fagurt. Og einmitt frá honum leggur ekki minst þann kulda, sem nú er meginókosturinn á Askóvskóla. Geldur Appel að líkindum í þessu efni beiskjunnar frá æskuárum. — I byrjun nóvember koma nemendur á vetrarskólann í Askóv, ekki færri en 250. Helmingur þeirra er konur. Par koma menn af öllum stéttum og frá mörgum þjóðum, ungir kennarar, fátækir vinnumenn með sparipeninga sína, stórbændasynir, og guðfræð- ingar, sem ætla að verða lýðskólakennarar o. s. frv. Margt er þar og góðra kvenna, því »að hafa verið í Askóv«, þykja góð meðmæli til vænlegrar lífsstöðu. Pá koma útlendingar nokkrir, Danir úr Ameríku, Finnar, Svíar, Norðmenn og íslendingar1), við og við Pólverjar og Prússar. Flestir eru þeir kennarar, sem gjarnan vilja læra nokkuð af reynslu lýðskólanna. — Skólastjóri býður nemendur velkomna, lýsir stefni skólans og segir upp lögin. Fjögur eru þar höfuðboðorð og liggur brott- rekstur við, ef þau eru brotin, svo upp komist. Nemendur mega ekki neyta áfengis, spila um peninga eða sækja dansleiki leyfislaust. Að síðustu mega konur og karlar ekki lesa saman, né hafast við, hvort í annars herbergjum. Pá flytja lærisveinar þangað, sem þeim er búinn staður og slá tvöfaldan hring um skólann. I nánd við meginhúsið búa piltar í heimavistum, einn eða tveir í herbergi saman. Peir fá fæði hjá skólastjóra. — Stúlkurnar mynda ytri hringinn. Peim er skift í smáhópa á heimili giftu kennaranna eða hjá öðrum sómamönnum í þorpinu2). Kenslan byrjar kl. 8 á morgnana og varir með smáhvíldum í 11 tíma. Fyrst er leikfimistími karlmanna. Pá eru sameigin- legir fyrirlestrar fyrir allan skólann frá 10—u og 6—7 í sögu *) Utanferðir íslenzkra alþýðumanna í skóla í Danmörku hafa vakið nokkra óánægju hjá ýmsum þjóðræknum íslendingum, en naumast með réttu, því þótt gallar fylgi námi á útlendu máli, þá þekkir heimurinn enn ekkert annað ráð fyrir þjóð, sem heíir dregist aftur úr í framsókninni, en að læra af þeim, sem lengra eru kom- nir. Og sé þjóðin fátæk og afskekt, þá verða námsferðir til menningarlandanna henni ætíð jafn nauðsynlegar og loftið lifandi manni. — Hitt er annað mál, að út- ferðarflokkurinn vermir sig vonandi í framtíðinni meir við hina stóru eldana, en nú er gert. 2) Fæði og húsnæði kostar 150 kr. í 6 mánuði. Kenslan 100 kr. um veturinn.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.