Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 20

Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 20
20 blíðu veðri, svá dró kvæðit allan óræktar þokka ok myrkva af hug Pórdísar, ok rendi hugarljós hennar heitu ástar gervalla til I’ormóðar með varmri blíðu«. [-‘etta er ekki sögustíll, þó á sögu sé; munurinn dálítið svip- aður eins og á munk og víking. Og ekki man ég eftir að nein önnur saga frá söguöldinni — að efni til — sé með þessum rit- hætti; en þó vottar fyrir einhverju í þessa átt, jafnvel í þeirri sögunni, sem allra bezt er rituð. Á þá bókina virðist það lært, þegar Njáll segir: »0k þá er ek spurða at hann (Höskuldr) var veginn, þótti mér slökt hit sætasta ljós augna minna«. Og eins þegar Hildigunnur segir við Flosa, er hún heilsar honum: »er fegit orðit hjarta mitt tilkvámu þinni«. Lux, cor, dulcis (ljós, hjarta, sætur) má telja nokkurs konar einkunnarorð kaþólsku kirkjunnar. í blóma sínum er þessi stíll á þeirn biskupasögunum, sem verst eru ritaðar, Árna sögu og Laurentius sögu, og eins bregður honum fyrir á ýmsum fornaldarsögum Norðurlanda, þó að miklu betur séu sagðar, einna helzt Hrólfs sögu Gautrekssonar, minnir mig. Pað gæti verið nógu fróðlegt að gera sér ljóst, hvernig mark hnignandi ritsnildar kemur fram á þeim sögum. En sú bók, sem mér virðist einna náskyldust að rithætti Fóstbræðrasögu, að svo miklu leyti sem ólíkt efni leyfir, er hið mjög merka fræðirit Konungsskuggsjá. Til þess að sýna þetta, nægir að tilgreina þessa veðurlýsingu þaðan: »En þá er útsynningr verðr varr, at vinátta kólnar eptir rofnar sættir, þá klökkr hann af harmi hugar með stórum regnelum, yglir augu yfir tárdöggu skeggi, belgir hvápta undir þykkskýjuðum hjálmi, blæss af æði með köld- um regnskúrum, leiðir fram harla þykkvar bylgjur ok brjóstmiklar bárur með skipgjörnum áföllum, ok býðr öllum hafstormum at æsask með kappsamligri reiði« (bls. 52 í útg. Ungers). Pað er orðglaður höfundur, sem þetta ritar, og málið er þarna jafnvel í fyrirrúmi fyrir málefninu; sjálfsagt hefur þetta þótt snild á sinni tíð, enda er alls ekki laust við að svo sé; það er snildarleg mælgi, ef svo mætti að orði kveða. En mælgin í biskupasögunum, sem ég nefndi áðan, er laus við alla snild. Fyrirmyndir þessa ritháttar, sem er nokkurs konar prédikunar- stíll, eru sennilega kaþólsk kirkjurit. Annars brestur mig alveg þekldngu til að fara nánar í það efni. En engan lærdóm þarf til að sjá, að Lögberg — eða réttara sagt alþingi — annars vegar, en prédikunarstóllinn hins vegar hljóta að eiga drjúga þætti í rit-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.