Eimreiðin - 01.01.1909, Qupperneq 22
22
dreymi þau, sem reynast, megi vanalega útskýra á eðlilegan hátt.
Stundum koma draumar tram auðsjáanlega beinlínis af því, að
menn hafa lagt trúnað á þá, alveg eins og sumar spár virðast
hafa ræzt, eingöngu vegna þess, að þeim var spáð.
Annars skal ég verða síðastur manna til að neita því, að
draumar eru mjög merkilegir, að þeir geta gefið mjög eftirtektar-
verðar upplýsingar um tíðarandann og um hugarfar þess, sem
dreymir, þrátt fyrir það, þó að varla muni vera nokkuð það, sem
jafnerfitt er að segja rétt frá, eins og draumar. Og ef til vill eru
draumar merkilegir að fleiru. En alt er það svo mikið málefni,
að ég verð að sleppa því í þetta sinn að rita um það; ef til vill
veitist mér færi á því seinna. Eftirtektarvert er það, hvað lítið
virðist hafa verið af skynsamlegu viti hugsað um drauma, eins
mikið og um þá hefur verið ritað og rætt. Eg hef til dæmis
hvergi séð neina skýringu á því, að manni birtir fyrir augum,
þegar hannn sofnar (í dimmu). Ef til vill hefur einhver lesandi
»Eimreiðarinnar« gaman af að reyna sig á því, að gera sér grein
fyrir, hvernig á því muni standa. Takist það, hygg ég að hann
muni nær því en áður, að skilja drauma.
Um sannleiksblæ þann, sem sé á Sturlungu, hefur Guðmundur
Friðjónsson óefað rétt að mæla; enda má fá nokkurs konar sann-
anir fyrir sannsögli þessa afarmerkilega rits, með því að bera
saman, eins og Björn Ólsen hefur gjört, tvennar sögusagnir um
sömu atburði, þar sem líkur eru til, að hvorug hafi af annarri vitað
(um Áron Hjörleifsson t. d.). Pað er alveg furðanlega lítið, sem
á milli ber.
En æðimiklu minna finst mér um nákvæmni sögunnar en Guð-
mundi. Raunar er tiú einmitt ónákvæmnin eitt af því, sem sann-
leiksblæinn gjörir á söguna. því að það eru aðeins skáldin, sem
vita alt um söguhetjur sínar; og að Sturlunga er meira í molum
en eldri sögurnar, kemur mikið til af því, að hún er minna skálduð.
Mjög víða bregður mönnum aðeins snöggvast fyrir í skímu sög-
unnar, en hverfa svo inn í myrkrið aftur, lesandanum til mikilla
leiðinda. Petta á sér jafnvel stað um þann hinn merkasta Islending,
Snorra Sturluson. Hefur Guðmundi aldrei fundist vera þagað yfir
ýmsu um Snorra, sem hann hefði langað til að vita? Pó að bók
á stærð við Sturlungu alla hefði verið um Snorra einan, þá hefði
oss líklega ekki þóttt ofsagt af svo margþættum og mikilhæfum
manni. En nú er aðeins lítið brot úr sögunni um Snorra, fáein