Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Side 23

Eimreiðin - 01.01.1909, Side 23
23 blöð alls. Vexti hans og útliti er ekki lýst með einu orði; á rit hans, sem nú eru svo fræg orðin, er varla minst með einu orði, — þessi rit, sem ef til vill má telja merkasta árangurinn af bygg- ingu íslands, sem enn er orðinn. HELGI PJETURSS. Dúfan. Eftir SELMU LAGERLÖF. Mér finst ég sjá þau fyrir mér, þegar þau óku á stað. Ég sé greinilega háa pípuhattinn hans með breiða barðinu uppbrettu, eins og tízka var um 1840, hvíta vestið hans og hálsbandið. Eg sé líka fríða, snoðrakaða andlitið á honum, með ofurlítið vanga- skegg, háa flibbann og prúðmenskuna, sem lýsir sér í öllu fasi hans og látbragði. Hann situr hægra megin í vagninum, og er rétt í þessu að laga beizlistaumana í hendi sér. Og við hlið hon- um situr unga stúlkan. Guð blessi hana. Hún stendur mér enn skýrar fyrir hugskotssjónum. fað er eins og ég sjái hana upp- málaða, litla andlitið grannleita, og hattinn bundinn undir hökunni, dökkbrúnt, slétt hár og stórt sjal með útsaumuðum silkiblómum. Og í litla vagninum, sem þau aka í, er auðvitað ökustóll, með grænmáluðum rimlum; og auðvitað er það hesturinn gestgjafans, sem á að draga vagninn fyrstu míluna, lítill, en knár jarpur klár. Hún hefur verið augasteinninn minn frá því ég sá hana. Éó veit ég eiginlega ekki, hvernig á því stendur; því hún er til- komulítil og smávaxin. En ég heillaðist af að sjá öll þau augna- tillit, sem fylgja henni úr hlaði. I fyrsta lagi sé ég, hvernig pabbi og mamma mæna á eftir henni úr bakarabúðardyrunum, þar sem þau standa bæði. Tárin eru komin fram í augun á pabba, en mamma hefur ekki tíma til að gráta sem stendur. Mamma verður að nota augun til að horfa á eftir litlu stúlkunni sinni, á meðan hún getur veifað og bandað hendi til hennar. Og öll börnin í smágötunni kinka auðvitað glaðlega kolli til hennar, og allar ungu

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.