Eimreiðin - 01.01.1909, Side 28
28
anda rak næstum í rogastans í miðju húrraópinu, og lá við að
blóta, þegar hann sá það.
Ónei, dúfan litla æskti engum lifandi manni nokkurs ills, en
hefði því nú í raun og veru verið þannig háttað, að Márits hefði
átt húsið það arna, þá hefði farið æði vel á því. Pað var tíguleg
sjón að sjá hann standa á þrepunum, snúa sér að heimilisfólkinu
og þakka því. Theódór námueigandi var líka höfðinglegur á velli,
en hvað var hann hjá Márits! Hann bara hjálpaði henni ofan úr
vagninum og tók við hattinum hennar og sjalinu, eins og þjónn,
en Márits lyfti hattinum frá mjallhvítu enninu og mælti: ^Eakka
ykkur fyrir, börnin góð!« Nei, Theódór var sannarlega ekki
kurteis maður, því þegar hann neytti frændaréttar síns og kysti
hana, og tók eftir því, að henni varð á að líta til Máritsar í
miðju kafi, þá blótaði hann — blótaði reglulega illa. Dúfan litla
var því ekki vön, að láta sér geðjast illa að neinum, en það leit
ekki út fyrir að ætla að verða þægilegt að hugnast Theódór námu-
eiganda.
»Á morgun«, segir Theódór, shöldum við miðdagshóf og
dansleik á eftir, en í dag verður unga fólkið að hvíla sig eftir
ferðina. Nú borðum við kveldmatinn, og síðum göngum við til
sængur.
I’eim er fylgt inn í stórt herbergi, og látin ein þar. Theódór
námueigandi þýtur út eins og hviríilbylur, sem er hræddur um
að verða lokaður inni. Fimm mínútum síðar ekur hann niður
trjágöngin í stóra vagninum sínum og vagnstjórinn lætur klárama
teygja svo úr sér, að þeir sýnast liggja flatir við jörðu. Svo líða
aðrar fimm mínútur, en þá bólar á Theódór aftur, og nú situr
öldruð kona við hlið honum í vagninum.
Og því næst kemur hann inn með vingjarnlega og skraf-
hreyfna konu við hönd sér, Hann kallar hana námustjórafrú. Og
hún tekur óðar Önnu Maríu í faðm sér, en Márits kveður hún
þurlegar. Henni er heldur eigi annars kostur. Enginn leikur sér
að því að gera sér dælt við Márits.
En hvað sem öllu líður, þykir Önnu Maríu einkarvænt um,
að þessi vingjarnlega, aldraða kona er komin. Hún og námueig-
andinn eru svo skrítin, þegar þau eru að stríða hvort öðru. Henni
finst nærri því eins og hún sé heima hjá sér.
En þegar þau hafa boðið hvert öðru góða nótt, og Anna