Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 32

Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 32
32 Pað var ómögulegt fyrir hann að vita, hvað hún var feimin, og því síður, að það var næstum liðið yfir hana, þegar hún frétti, að hann væri farinn, og hún varð að vera alein hjá Theódór og námustjórafrúnni. Márits hefði aldrei verið feiminn. Hann vissi ekki hvílíkt kvalræði það væri. Sá morgunverður, sá morgunverður! Theódór hafði byrjað á því, að spyrja námustjórafrúna, hvort hún kannaðist við söguna af Sigríði fögru. Hann spurði ekki Önnu Maríu um það, og hún hefði heldur ekki getað komið nokkru orði upp. Námustjóra- frúin kannaðist vel við söguna, en hann sagði hana samt. þá mundi Anna María alt í einu eftir því, að Márits hafði hlegið að föðurbróður sínum, af því hann hefði einungis tvær bækur á heimili sínu, ogþað væri »Sagnablöð« eftir Afzelíus og »Mannkyns- saga handa konum« eftir Nösselt. »En þær kann hann líka utan- að«, hafði Márits sagt. Önnu Maríu hafði nú þótt sagan falleg. Henni líkaði það vel, að Bengt lögmaður hafði látið sauma perlur á vaðmálskjólinn. Hún sá í anda Márits, hve konunglega hann mundi hafa litið út, þegar hann skipaði þeim að koma með perlurnar. Slíkt og þvílíkt hefði verið Márits líkt. En þegar Theódór kom þangað í sögunni, sem sagt er frá því, að Bengt lögmaður fór út í skóg, til að koma sé'r hjá því að hitta bróður sinn, sem var reiður, og lét ungu konuna sína eina verða fyrir allri reiði hans, þá var enginn vafi á því lengur, að Theódór vissi, að Márits var farinn á dýraveiðar til að forðast reiði hans, og að hann vissi, að nú sat hún þarna og var að hugsa um að koma sér í mjúkinn hjá honum. — — — Já, í gær hafði verið vandalítið fyrir Márits og hana að taka saman ráð sín um, hvernig hún skyldi tylla sér á tá við föðurbróður hans, en í dag var alt öðru máli að gegna, henni var ómögulegt að gera neitt í þá átt. Ó, jafnheimskulega hafði hún aldrei farið að ráði sínu. Hún stokkroðnaði, og bæði hnífur og gaffall féllu úr höndum hennar niður á diskinn, svo að glumdi í. En Theódór námueigandi hafði ekki látið nokkra meðaumkun í ljósi, en lialdið áfram sögunni, þangað til hann kom að orðum jarlsins: »Ef bróðir minn hefði látið þetta ógjört, þá hefði ég gjört það sjálfur«. þetta hafði hann sagt svo skrítilega, að hún gat ekki annað en litið upp og horft í hlæjandi augun hans brúnu.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.