Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 45

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 45
45 að hann ætlast til, að hún þakki sér með einu augnatilliti, en hún lítur ekki upp. En Márits stekkur upp úr sæti sínu. Hann faðmar föður- bróður sinn að sér, og ræður sér ekki fyrir kæti. »Anna María, því þakkar þú ekki föðurbróður mínum? Pú verður að klappa honum, Anna María. Laxá er fegursti bletturinn á jarðríki. Nú, Anna María!« Nú lítur hún upp. Augun eru tárvot; og gegnum tárin lítur hún á Márits, og skín angist og ásökun úr augum hennar. Að hann skuli vera svona blindur, að hann skuli vera að leika sér að eldinum! Svo snýr hún sér að Theódór námueiganda, en ekki jafn feimnislega og barnslega og hún er vön, heldur er einhver tignarblær á fasi hennar, er minnir á píslarvott eða á handtekna drotningu. Hún segir aðeins: xþér gjörið of mikið fyrir okkur«. Svo er þá alt klappað og klárt, samkvæmt því er samvizkan fyrirskipar. Um það er engum blöðum að fletta. Hann hefur ekki svift hana traustinu á manni þeim, er hún elskar. Hún hefur ekki komið upp um sig. Hún er þeim manni trú, er hefur kosið sér hana til eiginkonu, enda þótt hún sé ekki annað en fátæk stúlka, uppalin í lítilli bakarabúð í smágötu. Vagninn má koma að dyrunum, ferðataskan er brátt til reiðu, sömuleiðis nestiskarfan. Theódór námueigandi stendur upp frá borðum. Hann gengur út að glugganum. Upp frá þeirri stundu, er hún leit til hans með tárin í augunum, er hann viti sínu fjær. Hann er öldungis frá sér numinn, getur með naumindum stilt sig um að taka hana í faðm sér og hrópa til Máritsar að koma nú og ná henni frá sér, ef hann geti. Hann stingur höndunum í vasana. Pað er líkt og sinateygjur í kreptum hnefunum. Á hann að lofa henni að láta á sig hattinn, kveðja námu- stjórafrúna? Nú er hann aftur á ströndinni á Naxos, og ætlar að stela ástmey sinni. Nei, ekki vill hann stela henni. Pví getur hann ekki sagt heiðarlega og blátt á fram: Eg er meðbiðill þinn, Márits. Unnusta þín verður að velja um okkur. Pið eruð ekki gift. Pað er ekki glæpur að reyna að ná henni frá þér. Gættu hennar vel. Eg ætla að berjast til þrautar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.