Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 46

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 46
46 í>á var hann aðvaraður, og hún veit hvers hún má vænta. Pað brakaði í hnúunum, þegar hann aftur krepti hnefana. En hvað Márits mundi hlæja að honum gamla föðurbróður sínum, er hann kæmi og héldi slíka ræðu. Og hvaða gagn væri að því ? Ekki langaði hann til að fæla hana frá sér, svo að hann ef til vill fengi aldrei að rétta þeim hjálparhönd framar. En hvernig ætli nú fari, þegar hún kemur að kveðja hann? Hann er kominn á flugstig með að kalla til hennar, að hún skuli vara sig, ekki koma of nálægt sér. Hann stendur kyr við gluggann og snýr baki að þeim, meðan þau eru að fara í ferðafötin og útbúa dót sitt. Ætla þau aldrei að verða ferðbúin? Nú er hann búinn aö lifa það í huganum ótal sinnum. Hann hefur rétt henni höndina, kyst hana og hjálpað henni upp í vagninn. Hann hefur gjört þetta svo oft, að honum finst hún vera farin. Hann hefur líka óskað henni til hamingju. — Hamingju............. er það mögulegt, að hún geti orðið hamingjusöm með Márits? Hún hefur ekki verið ánægjuleg í bragði morguninn þann arna. Ójú, það hefur hún reyndar verið. Hún sem grét af gleði. Meðan hann stendur þarna, segir Márits alt í einu við Onnu Maríu: »Mikill heimskingi er ég! Eg hef steingleymt að tala við föðurbróður minn um hlutabréfin hans föður míns.« íMér finst þú ættir helzt að sleppa því«, svarar hún, »það er tæpast rét.t.« »Hvaða heimska, Anna María! Hlutabréfln eru arðlaus sem stendur. En hver veit nema þau verði arðberandi, áður en nokk- urn varir. Og auk þess, hvað kærir Theódór sig um það ? Pess- háttar smámunir. . . . « Hún tekur fram í fyrir honum með óvanalegri ákefð, nærri því óttaslegin. »Ó Márits, gjörðu það fyrir mig, að hætta við það. Láttu eftir mér í þetta eina sinn.« »Hann lítur á hana — hálf-þykkjulega. Petta eina sinn. Eins og ég sé ráðríkur við þig! Nei, heyrðu mér, úr því þú sagðir þetta, finst mér ég ekki geta látið það eftir þér.« »Kærðu þig ekki um, hvað ég sagði, Márits. Hér er meira í húfi en þig grunar. Mér finst ekki fallegt af þér að draga föður- bróður þinn á tálar nú, þegar hann hefur verið okkur jafn góður.« »Pagnaðu nú, Anna María, þegiðu nú! Hvaða vit hefur þú á fjárreiðum?« Hann er enn með stríðnisvip, rólegur og borgin-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.