Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Side 48

Eimreiðin - 01.01.1909, Side 48
48 Nú þarf hún líka á öllu sínu hugrekki að halda, því nú reiðist Márits fyrir alvöru. »Pegiðu!« segir hann með þjósti, og svo hrópar hann, til þess að Theódór, sem situr við skrifborðið og er að telja banka- seðlana, skuli heyra sem bezt: »Ertu gengin af göflunumf Hluta- bréfin eru arðlaus sem stendur, það hef ég sagt föðurbróður mínum, en hann veit eins vel og ég, að með tímanum verða þau arðberandi. Heldurðu að föðurbróðir minn láti mig og mína líka fleka sig? Föðurbróðir minn hefur margfalt betur vit á þeim efnum en við öll saman. Hef ég svo sem sagt, að þessi hluta- bréf væru eftirsóknarverð ? Hef ég sagt annað en það, að fyrir þann, sem getur beðið, getur þetta orðið gróðafyrirtæki ?« Theódór námueigandi segir ekki neitt; hann réttir Márits bara hrúgu af bankaseðlum. Hann hugsar ekki um annað, en hvort þetta muni geta komið vofunni til að tala. »Theódór«, segir þá litla spákonan óviðráðanlega — því það er kunnara en frá þurfi að segja, að enginn er jafn óviðráðan- legur og þessar dúnmjúku, litlu verur, þegar því er að skifta — »þessi hlutabréf eru ekki eyrisvirði og verða það aldrei. Pað vitum við heima öll saman.c »Anna María, þú gjörir mig að svikara —« Hún rennir augunum um hann, eins og þau væru skæri, og með þeim klippir hún stykki eftir stykki af öllu því, er hún hefur skreytt hann með, og þegar hún að lokum sér hann í nekt sinnar eigin sjálfselsku og eigingirni, kveður ægilega, litla tungan hennar upp dóminn yfir honum: »Hvað ertu annað?« »Anna María!« »Já, hvað erum við bæði annað?« heldur tungan grimma áfram, því úr því hún nú er komin af stað, finst henni bezt að greiða úr ýmsun flækjum, sem hafa íþyngt samvizku hennar, síðan henni loks hugkvæmdist það, að ríki maðurinn, sem ætti þetta skrauthýsi, bæri líka hjarta í brjósti, sem gæti þráð og þjáðst. Og svo segir hún ennfremur, því tungan lætur nú ekki stöðva sig, og öll feimni virðist horfin frá henni: »feg ar við settumst í vagninn heima, hvað vorum við þá að hugsa um? Um hvað töluðum við á leiðinni? Um það, hvernig við ættum að fleka hann þarna. »Pú verður að vera upplitsdjörf, Anna María«, sagðir þú. »Og þú verður að vera séður Márits,«

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.