Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1909, Blaðsíða 50
5° Márits, hugsaöu um heiður þinn. Ekkert milli himins og jarðar getur réttlætt það, að kvenmaður móðgi karlmann þannig. Seztu upp í vagninn þinn, drengur minn, og farðu leiðar þinnar, án þess að taka þetta villuráfandi barn með þér. Pað er ekki nema rétt og maklegt eftir þvílíka meðferð. Og að lokinni þessari ræðu, tekur hann með stóru höndunum sínum um höfuð hennar, lyftir því upp lítið eitt, svo að hann getur kyst hana á ennið. »Yfirgefðú þetta týnda barn!« segir hann. En nú fer líka Márits að skilja, hvernig í öllu liggur. Hann sér glampa bregða fyrir í augum Theódórs hvað eftir annað og bros leika um varir hans. »Kondu. Anna María!« Hún hrekkur við. Nú kallar hann á hana, maðurinn, sem hún hefur lofast. Henni finst hún verða að fara. Og hún sleppir Theódór svo skyndilega, að hann getur ekki komið í veg fyrir það, en henni er þó ómögulegt að fara til Máritsar; svo hnígur hún niður á gólfið og þar sezt hún grátandi. »Farðu einsamall heim í vagnskriflinu þínu, Márits«, segir Theódór byrstur. »Pessi unga stúlka er gestur á heimili mínu, eins lengi og hún sjálf vill, og ég ætla mér að gæta hennar fyrir ofstopa þínum«. Theódór hirðir ekkert um Márits framar. Hann sinnir engu öðru en að reisa hana upp, þerra af henni tárin og endurtaka að hann elski hana. þegar Márits sér þau þannig, annað grátandi, hitt að hugga, hrópar hann: sþetta er þá samsæri. Eg er dreginn á tálar. Skárri er það leikurinn. Pú hefur stolið unnustu minni frá mér, og gjörir þar á ofan gys að mér. í*ú lætur mig kalla á hana, þó hún ætli sér alls ekki að koma. Eg óska þér til hamingju með skiftin, Anna María!« Og um leið og hann þýtur út og skellir aftur hurðinni á eftir sér, hrópar hann: »Svikadrós!« Theódór er í þann veginn að hlaupa á eítir honum til að jafna á honum, en hún stöðvar hann. Ó, Theódór, lofaðu Márits að segja síðasta orðið. Márits hefur æfinlega rétt fyrir sér. Svikadrós, það er einmitt það, sem ég er, Theódór. Hún hjúfrar sig aftur að brjósti hans, án þess að hugsa sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.