Eimreiðin - 01.01.1909, Side 51
51
um, án þess að spyrja. Og Theódór námueigandi veit hvorki
upp né niður; rétt áðan var hún að gráta, nú hlær hún; rétt áðan
stóð til að hún giftist Márits, nú er hún að kyssa hann. f*á lítur
hún upp og brosir: »Nú er ég eins og litli hundurinn þinn. Tú
getur ekki losnað við mig«.
»Dúfa litla«, segir Theódór fremur hvatskeytlega, »þú hefur
vitað það frá upphafi!«
Og svo bætir hann við í hálfum hljóðum: »Ef bróðir minn
hefði . . . .«
Og þú vilt samt, dúfa litla........Márits getur svei mér, —
sem losnar við þig. Slíka og þvílíka, einfalda, ósannsögla, flærðar-
fulla litla dúfu; slíkt og þvílíkt óviðráðanlegt lítið fis, slíkt og því-
líkt.........«
*
*
*
Dúfan litla, litla, smágjörða blóm! Ekki munt þú eingöngu
hafa leitað þinnar eigin hamingju, þú munt einnig hafa gjört aðra
hamingjusama; ella mundi ekki þann dag í dag hvíla jafn mikið
af friðsæld þinni yfir hinum forna bústað þínum. Enn þann dag í
dag skyggja stórvaxin mösur-tré yfir garðinn og birkistofnarnir
eru hvítir og ógallaðir frá krónu niður í rætur. Enn þann dag í
dag fá höggormarnir að sóla sig óárreittir í brekkunum, og í
tjörnunum eru fiskar svo gamlir, að engum þykir ómaksins vert
að beita öngul fyrir þá. Og þegar ég kem þangað, finn ég, að
hátíðabragur hvílir yfir öllu, og það er eins og fuglarnir og blómin
enn þá kveði fögur ljóð um þig.
Þýtt hefir
BJÖRG ÞORLÁKSDÓTTtR BLÖNDAL.
4*