Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 61

Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 61
6i engin. En auk þess tekur kosningabardaginn ekki lítið upp á pyngjuna. Eað hefir verið gert upp, að ekki kosti kosninga- bardaginn í hverju kjördæmi minna en um 70,000 kr. Alt til seinustu tíma hafa því ríkisbubbar einir getað látið eftir sér, að gerast þingmenn. En upp á síðkastið er farið ab tíðkast að skjóta saman fé, til þess að halda lífinu í þingmönnunum í Lundúnaborg. Pað eru verkamenn, sem hafa tekið upp þenna sið. Áður meir dæmdi þingið sjálft um gildi allra kjörbréfa. En 1868 var dómurum úr 3 æðstu dómstólum falið að dæma um þau kjörbréf, er deilur risi um. Forseti neðri deildar er kallaður The Sþeaker, Hann er valinn til 7 ára, og hérumbil ætíð endurkosinn, svo lengi sem hann sjálfur vill sitja. Hann hefir 108,000 kr. í laun meðan hann er forseti og 72,000 kr. í eftirlaun, og er gerður að lávarði um leið. Eftirlauninn eru veitt »for two lives« þ. e. a. s. elzti sonur hans fær líka 72,000 kr. í laun. Þegar búið er að setja þing, tekur for- seti fram »einkaréttindi« (sjá síðar) þingsins í ræðu, er hann beinir til konungs. — Forseti á að halda uppi reglu í þing- inu — og ef honum þykir einhver þingmaður eigi gæta velsæmis, segir gömul regla, að hann eigi að »nefna nafn þingmannsins«, »en guð má vita, hvað það á að þýða«, varð einum forseta að orði. Forseti hefir ekkert vald til þess, að slíta umræðum. Pess eru dæmi, að forseti hefir orðið að sitja í forsætinu í samfellu í 42 stundir. Eað voru Irar, er í það sinn stríddu þinginu með langlokuræðum, hver í kapp við annan. Forseti hefir eigi neina umsjón með starfi þingsins, eins og tíðkast hjá öðrum þjóð- um. Eá umsjón hefir einn ráðgjafanna — í neðri málstofunni ven- julega yfirráðgjafinn. Fundir þingsins voru leynilegir fram eftir öldum. Loks árið 1771 tókst að svæfa þá reglu, og þá fyrst var farið að leyfa að segja frá fundum í blöðum. Áður var þungum refsingum beitt við þá, er dirfst höfðu að skýra frá umræðum. T. d. var einum þing- manni, sem gaf út ræður sínar, varpað í dýflissu og bók hans brend. Enn þann dag í dag koma engin opinber þingtíðindi út. Menn verða að láta sér nægja frásagnir blaðanna. Enn er við lýði í orði kveðnu hið gamla bann við því, að »óviðkomandi« hlusti á umræður. Ef það dettur í einhvern þingmann, að gera þessa gömlu reglu gildandi, er nóg, að hann standi upp og bendi

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.