Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 63

Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 63
63 að ganga upp að forsetastól og skrifa sig á lista. Nei, hann verður, sem kallað er, að »catch the Speakers eye«, o: ná auga forseta þ. e. a. s. spretta upp úr sæti sínu og reyna að láta forseta koma auga á sig. Einkennilegt er það, að öll deildin getur gert sig að einni nefnd (Committee of the whole House). Eina breytingin, sem á verður frá venjulegum fundum, er, að forseti verður að hypja sig á brott. þetta ákvæði er frá fyrri tímum. Eá voru forset- arnir oft njósnarar konungs og hvimleiðir gestir, sem geta má nærri. Einkaréttindi parlamentisins, þau er forseti tekur fram í þing- byrjun, standa skrifuð í Bill of Rights. Pau fela í sér mál- og atkvæðafrelsi, svo að eigi er hægt að lögsækja neinn fyrir um- mæli hans á þingi. Ennfremur telst það til einkaréttindanna, að þingið sjálft má dæma brot á einkaréttindum sínum og fullnægir þeim dómi. Hvað sé brot á einkaréttindum þingsins, hefir verið mikið þráttað um. Pingið — einkum neðri deild — hefir jafnan haldið því fram, að það sjálft og enginn annar hefði vald til þess, að skera úr því. Stundum hefir þingið gert einkaréttindasvið sitt ærið rúmt. Á dögum Jacobs I varð t. d. einu sinni manni nokkrum á að tala óvirðulega um kjörfurstann af Falz. Neðri deild taldi það brot á einkaréttindum sínum og dæmdi mannaumingjann til þess, að ríða gegnum stræti Lundúnaborgar sitjandi öfugan á hestinum. Á leiðinni skyldi hýða hann vendilega. Ennfremur skyldi hann borga 90,000 kr. í sekt og í ofanálag fara í æfilangt fangelsi! Dóminum var fullnægt. Fjdrveitingafrumvörp eru jafnan fyrst borin upp í neðri deild. Efri deild má engar breytingar gera, en verður annaðtveggja að gera, samþykkja eða fella frumvörpin í heild sinni. Efri deild hefir stundum maldað í móinn, en neðri deild skírskotað til álykt- unar frá 1678, er svo kveður á, »að allar fjárveitingar séu gjöf frá neðri deild, sem efri deild eigi megi raska í einu né neinu«. Einusinni (1860) feldi efri deild frumvarp um afnám pappírsskatts, sem neðri deild hafði samþykt. Pá ýfði neðri deild alla broddana af vonzku mikilli og mun efri deild varla leika slíkt aftur fyr en í fulla hnefa. Fjártögin eru lögð fyrir neðri deild, undireins eftir þingsetn- ing. Gengur þá öll deildin í nefnd, sem kölluð er sCommittee of Supply«. Pessi nefnd ræðir um, hver útgjöld þurfi af hendi

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.