Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 64

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 64
64 að inna. Pegar því er lokiö, fer deildin öll í aöra nefnd, »Com- mittee of Ways and Means«, sem ræöir um, hvernig eigi að fá inn það fé, er þarf til að standast útgjöldin. Fjárlaganefnd — á vora vísu — er ekki til í parlamentinu. J’að hefir verið stungið upp á slíkri nefnd, en því andæft og borið við, að það væri að varpa ábyrgðinni af stjórninni yfir á ábyrgðarlausa nefnd. Ráðuneytið brezka (The Cabinet Council) er »ókend vera« í brezkum lögum. Ráðuneytið í núverandi mynd hefir, eins og svo mýmargt annað í stjórnarskipuninni, orðið til fyrir venjuna eina. Hið eina stjórnar- eða ríkisráð, sem brezkur lagabókstafur kannast við, er hið forna Privy Council (Leyndarráð). Tað var upphaflega nefnd úr Great Council (Miklaráði), kjörin af konungi til þess, að fara með dagleg stjórnarstörf í samráði við konung, En er tímar liðu, varð æði mannmargt í Privy Council (30—40 manns), og þótti það þá ótækt, að slíkur fjöldi væri að vasast í daglegum stjórnarstörfum. Fyrir því var fárra manna nefnd úr Privy Coun- cil falið að annast þessi störf. Nefnd þessi átti svo að bera stjórnarráðstafanir sínar upp í Privy Council til samþyktar. Pessi nefnd er vísirinn til ráðuneytisins. Nefndinni óx vegur og völd. Pungamiðja allra framkvæmda lenti í henni. Nefndin varð að fastri stofnun og kölluð Cabinet Council (Ráðuneyti). Fyrst í stað var ekkert tillit tekið til stjórnmálaskoðana þeirra manna, er í nefndina voru kosnir, því síður hvort þeir væru geðfeldir þing- inu. En á dögum Vilhjálms III fór mönnum að verða-ljóst, að betra væri að hafa í ráðuneytinu menn með líkar stjórnmálaskoð- anir. Varð það föst regla í lok 18. aldar. Hverja þingið vildi hafa, var ekki hirt um, fyr en ennþá seinna, svo sem áður er greint. Lengi fram eftir var þinginu því meinilla við ráðuneytið. Konungur smelti venjulega gæðingum sínum í ráðgjafasess — oft verstu mönnum og hvimleiðum þinginu. Einkum voru yfirráð- gjafarnir sumir litlir aufúsugestir í þingsins augum og einusinni samþykti þingið ályktum um það, »að brezk stjórnarskipun hataði hugmyndina um að hafa yfirráðgjafa (Premierminister)«. Vegna þessarar ályktunar er yfirráðgjafinn enski aldrei nefndur Premier- minister í opinberum skjölum, heldur First Lord of Treasury, 0: fyrsti fjármálaráðgjafi. Privy Council er að nafninu til við lýði enn í dag; en orðið með öllu valdalaust. I því eiga sæti rúmir 200 manns: ráðgjafar núverandi og fyrverandi og aðrir stórhöfðingjar. Peir bera titilinn:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.