Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 67

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 67
67 við jafnaðargeð hans og stillingu; hann minnir mann miklu fremur á mentaðan enskan stjórnamálamann en á íslenzkan, einsog þeir eru upp og niður. Hálfmentuðum mönnum, er við stjórnmál fást, er við fáa ver en slíka menn, en mentaðir og vitrir mótstöðumenn kunna máske bezt að meta þá. Svo var og um Pétur biskup. Framkomu hans á þjóðfundinum má tilfæra til sönnunar því, sem hér hefur verið sagt. Hann hafði, árin á undan þjóðfundinum, sýnt, að hann var einlægur stjórnarbótarvinur. En á þjóðfundinum er hann eindregið á þvi, að bezt sé að taka því sem bauðst, í von um að meira fáist síðar. 1 fljótu bragði virðist hann þá ganga gegn sínum fyrri skoðunum, en í raun réttri er því þó eigi svo varið. Honum var orðið það ljóst af bréfum Brynjólfs bróður síns og Rosenörns, að það var fyrst um sinn ókleift að koma miklum breytingum á, vegna þess hvað stjórn Dana reis öndverð gegn öllum sjálfstæðiskröfum íslendinga, og sterkar líkur til að hagur íslands mundi versna mjög, ef frumvarpi stjórnarinnar yrði hafnað. Það er vert að taka eftir því, að hann sá fyrir, hvernig þjóðfund- urinn mundi fara, áður en hann var byrjaður, og lét þá skoðun sína í Ijósi í bréfi til Rosenörns, dags. 3. marz 1851 (sjá bókina bls. 114). Og þó hann því styðji stjórnarfrumvarpið til bráðabirgða, þá gerir hann það á þann hátt, að hann heldur trausti og virðingu beztu mannanna í þeim flokki, er gekk móti stjórninni, t. d. Jóns Sigurðssonar sjálfs; og að það traust hefur verið meir en orðin ein, má marka af því, að Jón Sigurðsson, sem ekki gat komið til þings 1855, felur honum það ár að flytja bænarskrá frá sér og 17 stúdentum í Höfn um lagaskóla á íslandi. Pétur biskup sýndi það og oft að honum var hlýtt til Jóns Sigurðssonar, þó þá stundum greindi á um stjórnmál (sbr. meðal annars bréfið bls. 159). — En unglingar og blaðamenn milli vita dæmdu Pétur biskup vitanlega öðruvísi, og bar þó meir á því síðar, er Hilmar Finsen var kominn til sögunnar og Pétur biskup þótti of fylginn honum að málum. Þá var það, að drukkinn stúdent 1873 gerði biskupi banatiiræði, en það er meðal annars vottur um veglyndi biskups, að hann fyrirgaf manninum og vildi ekkert láta rann- saka málið. — Grímur Thomsen, sem annars hafði ýmislegt að athuga við Pétur biskup í æfi hans í Andvara, kemst að líkri niðurstöðu og 'Þorvaldur Thoroddsen um Pétur biskup sem stjórnmálamann. Gríms orð eru: »var hann þó í rauninni —• það vita þeir sem þektu hann bezt —• bæði frjálslyndur og góður íslendingurc, og Þorvaldur Thor- oddsen hefur, með öllum skilríkjum þeim, er hann tilfærir, rökstutt þessa skoðun svo ýtarlega, að henni mun ekki hrundið úr þessu. Sem embættismaður hafði Pétur biskup mikla kosti til að bera og er það ekki lítið sem liggur eftir hann. Það var eðli hans sam- kvæmt að fara hægt og gætilega að öllu, vinna sem mest í kyrþey, en ekki láta blása í lúður sér til dýrðar, hvað lítið sem hann gerði. Það má segja um hann sem embættismann og sljórnmálamann, að hann fylgdist altaf með tímanum, var sjaldan á undan, en aldrei á eftir. Prestaskólinn, prestsekknasjóðurinn, biblíuþýðingin og tvær endur- skoðanir sálmabókarinnar munu minna ókomnar tíðir á biskupsdóm hans, og taka af allan vafa um það, að hann hefur verið einn af þörf- ustu og merkustu biskupum, er setið hafa að á stóli á íslandi. Auk

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.