Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 72

Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 72
72 rökum bygð, eður ekki, Yfirleitt fer vel á þessu hjá f*. Th., en mér finst þó vörnin sumstaðar vera óþörf, t. d. hnúturnar í kennara presta- skólans, bls. 78—79, þó hnittilega sé þar að orði komist. Niðurröðun efnisins hefur og það i för með sér, að sumstaðar verða endurtekn- ingar, og sumt hefði líka mátt draga sarnan að skaðlausu. Þá má enn telja þann galla, að registur vantar, en það er nauðsynlegt við bók, sem hefur eins fjölbreytt góðgæti inni að halda, og væri óskandi at útgefendur létu síðar prenta það. Um prentvillur vil ég ekki fjarg- viðrast. En kostir bókarinnar eru ekki litlir, og vona ég að þeir verði þeim ljósir, er lesa ritdóm þennan. Og ekki minstur er sá kostur, sem ég hef ekki enn getið um, hvernig málfærið er. Þorvaldur Thor- oddsen, einhver hinn frægasti og lærðasti íslendingur, sem nokkurn tímann hefur lifað, hann er ekki að spreyta sig á »andríki« eða rembast með tilgerð í orðfæri sínu, eins og svo margir mentaðir, hálfmentaðir og ómentaðir rithöfundar á íslandi nú telja sér skylt. Hann hefur sem sé efni, gott efni, til að segja frá, og kjarngott og hreint alþýðumál til að skýra frá því með. Hann segir frá alveg blátt áfram, einsog hann væri að tala við gest á heimili sínu, og í þesskonar frásögu getur oft verið hin mesta list fólgin. Það er þá að öllu samtöldu dýrmætt og merkilegt rit, sem f*or- valdur Thoroddsen hefur hér samið; það er hin merkilegasta bók, er rituð hefur verið um nokkum íslenzkan merkismann síðan í fornöld, og líklega mun hún standa lengur í bókmentum vorum en granít- steinninn á leiði Péturs biskups í Reykjavíkurkirkjugarði. Sigfús Blöndal. Z. TOPELIUS: SÖGUR HERLÆKNISINS. V. Rvík. 1908. 1 þessu 5. bindi er r 2. saga herlæknisins, og fer hún fram á dögum Adólfs Friðriks Svíakonungs og drotningar hans Lovísu Úlriku, systur Friðriks mikla Prússakonungs. Segir þar talsvert frá þeim báðum og hirðlífinu, en aðallaga snýst þó sagan um sömu ættirnar og í næstu sögu á undan: Bertelskjölds og Larssonsættina, einkum hina síðartöldu. En sagan kemur þó víðar við, og hefir t, d. alllangan kafla um jurtaspekinginn mikla Linné og tilraunastöð hans Hamarsbæ. Er sagan að vanda hin skemtilegasta, ekki sízt fyrir þá, sem lesið hafa fyrri bindin, því hér er beint áframhald af þeim. Þar er líka mörgu svo snildarlega fyrir komið, og frásögnin yfirleitt svo hugðnæm og aðlað- andi, að erfitt er að gera hlé á lestrinum fyr en bókin er á enda; því forvitni lesandans eykst því meir, sem lengra líður á söguna. Og jafnvel í sögulok langar mann enn í meira, — því enn er töfrahring- urinn konungsnautur þar á sveimi, og nýkominn í hendur unglings- sveini, er frásögninni lýkur. Má því að vanda búast við, að eitthvað sögulegt eigi fyrir þeim sveini að liggja. Þýðingin er góð og málið fjörugt og gott yfirleitt, þótt sömu smágalla megi á því finna og í fyrri bindunum, einkurn dönskuskotin orð og orðaskipun, t. d.: »drífhús« f. vermihús (bls. 16), »pönnunni« f. enninu (46), »stórfurstadæmi sitt í Uppsölum með þess jurtagarða« (17), »afskera (18), »Ber þessi voru fyrsti ársins frumgróðú (28), »hún þýðir ekki anriað en vinnunnar dóma« (135), »pressaðist út af vörum

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.