Eimreiðin - 01.01.1909, Side 74
74
Aldrei hefur höf. náð lengra en í þessari bók. Snildarlegri lýsing
á sálarlífi, unaðslegra mál er ekki á nokkurri jafnlangri íslenzkri skáld-
sögu. Honum er altaf að fara fram. »Ofurefli« er sómi fyrir bók-
mentir lands vors og ætti að þýðast á útlend mál.
Jón Trausti þekkir út í hörgul nístandi fátækt, skínandi volæði,
öreiga eymd, eins og þessi þokkahjú eru heima fyrir. Og af hve
miklu þreki, hve mikilli þolinmæði er barist við þau, hve þrautgóðir
Islendingar geta reynst. Það er fáum gefið, að geta sagt svo frá
fátæktinni, að hún sé ekki lengur fátækleg, heldur eins og vér sjáum
sjálfa oss í spegli og tökum þátt í öllu, sem gerist í kotinu. Og svo
sýnir höf. okkur, hvernig fátæktin býr í skauti hinnar íslenzku náttúru,
sem er eins dýrðleg og hún var á gullöld vorri, og vill að við förum
í landaleitir á landi sjálfra okkar, sem vér þekkjum of lítið. Hafi hann
þökk fyrir. Sjálfur hefur hann fundið nýtt land og kannað það.
Eins nákvæmlega og innilega og hann hefur lýst íslenzku hjáleigulífi,
uppi í fjalldölum, hefur enginn lýst því áður. Honum hefur farið fram
stórum síðan hann ritaði næst á undan Ef hann heldur áfram að
stíga svo stór spor milli hverrar skáldsögu, sem hann skrifar, þá kemst
hann fram úr mörgum.
Það er gleðiefni að ísland skuli eigi tvo höfunda, sem rita slíkar
skáldsögur, sem þessar, er hér er getið. J. St.
ÞORV. THÓRODDSEN; LÝSING ÍSLANDS, I, 2. Khöfn 1908.
Með þessu hefti er lokið 1. bindinu af íslandslýsingunni, sem vér
gátum í fyrra (Eimr. XIV, 145), og er svipað um það að segja og
fyrsta heftið að því er fróðleik og frágang snertir. Er hér lýsing á
aðalhálendi íslands og síðan á landslagi umhverfis land alt upp frá
ströndunum og að því loknu lýsing á ám og stöðuvötnum hvarvetna
á landinu. í heftinu eru 37 myndir til skýringar, og eru þær að vísu
góðra gjalda verðar, en hefðu þó bæði mátt vera fleiri og stærri, og
sérstaklega hefðu þar þurft að vera fleiri afstöðu-uppdrættir af ýmsum
stöðum og landssvæðum, og virðist sem of mjög sé horft í kostnaðinn
1 þeim efnum. V. G.
VETRARBRAUTIN. Tímarit til skemtunar og fróðleiks. I.
ísafirði 1908.
Tímarit þetta á að koma út í 2—4 heftum á vetri, hvert 4—>5
arkir að stærð í litlu broti. Það ætlar að flytja sögur, kvæði, ritgerðir,
þjóðsögur, skrítlur o. fl. — Fyrsta heftið, sem oss hefir verið sent, er
mjög fjölbreytt að efni, og ekki óskemtilegt aflestrar, en annars fremur
tilkomulítið og fjarri því að vera kostafæða. Hinn ytri frágangur
(prentun, pappír og prófarkalestur) er og harla bágborinn. — En öll
frumsmíð stendur til bóta, og má vera, að framhaldið verði vandaðra.
og gæti þetta rit þá orðið allvel fallið til að stytta mönnum stundir í
skammdeginu. V. G.
ÁRAMÓT. IV. ár. Winnipeg 1908.
í þessum árg. Áramóta eru átta ritgerðir og allar allmerkilegar,
hver á sinn hátt. Fyrst er þar »Ritstjóraspjall« eftir ritstjórann, séra