Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 4

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 4
84 að skoða málin með eigin augum, sem rædd eru og túlkuð frá tveim hliðum. Þessar tvær kjölfestur þurfa einstaklingarnir að eiga, sem hafa þá ábyrgðarmiklu skyldu á höndum að greiða atkvæði um málefni alþjóðar, þau sem eru svo mikilsverð, að segja má með sanni, að þjóðarheillin velti á þeim í nútíð og framtíð. Eg á auðvitað við sambandsmálið. Og um þetta vandamál greiddu menn atkvæði hópum sam- sem, sem eru óvita börn á þjóðmálavísu. Hvers vegna segjum vér okkur ekki úr sambandinu við Dani, eða sá flokkur manna í landinu, sem vill ekki una þeim kostum, sem fengist gátu s. 1. vor, þegar nefndin sat á rökstólunum ? Ef gamli sáttmáli er veilalaus ríkisréttargrundvöllur, ætti hann að vera ósvikull skilnaðar-grundvöllur. Hervarnir og utanríkismál binda okkur við Dani, munu menn- irnir svara. En því bjóðumst við ekki til þess að takast á hendur strandvarnirnar og utanríkismál? — Hversvegna! Auðvitað af þeirri einföldu og augljósu ástæðu, að vér höfum ekki fjármunabolmagn til þess. Með öðrum orðum: Okkur brest- ur sanna sjálfstæði heima fyrir. Einstaklinginn brestur hana og þjóðina brestur hana í sam- einingu. Petta er andvökuefnið, — mikla og sára andvökuefnið mitt. Meginþorra manna í landi voru brestur þá sjálfstæði, sem getur gert sér ljósan greinarmun á æsingum og rökum. Pað er nú lítið tiltökumál, því að í öllum löndum er pottur brotinn í þeim efnum. Hitt er verra, að þorri manna er ósjálfstæður að efnum, svo að hann brestur gjaldþol, til þess að halda uppi full- kominni þjóðmenningu. — íslendingar þyrftu að vera miklu efn- aðri en þeir eru, til þess að geta borið á herðum byrði þá alla, sem fullvalda ríki þarf að bera, svo að það verði sér til sæmdar meðal þjóðanna. Sumir menn halda því fram, að við getum borið miklu meiri

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.