Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 45

Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 45
125 segði sitthvað, sem ég mundi hafa tekið illa upp hjá öbrum og hefnt grimmilega, ef ég hefði þorað. Eg var lengi að brjóta heilann um þetta efni, studdi olnbog- anum á búrhilluna og nagaði á mér vísifingurinn annan. Alt í einu kom mamma inn. Hún strauk hendinni um höf- uðið á mér og stakk upp í mig vænum sykurmola. — Sona, ertu nú ekki búinn að jafna þig? Eg svaraði engu. Eg ætlaði fyrst að krefja hana reiknings- skapar og spyrja hana, vegna hvers hún hefði látið flengja mig saklausan. Ekki fanst mér hún mundi geta svarað því nema með einhverjum útúrdúrum. Þó hætti ég við að rekast í því. Pað var komið, sem komið var. Auk þess hafði sykurmolinn mýkt síðustu særindin í kverkunum. Nú var ekkert annað en sneypan eftir. — Komdu nú að hátta, væni minn, sagði mamma, og leiddi mig út og inn göngin, inn í baðstofu. Snöggvast datt mér í hug að þrjózkast við að fara inn; þó varð ekkert úr því. Mamma tók af mér skóna, en síðan háttaði ég sjálfur, það sem eftir var, nema mamma hnepti frá mér kotinu. Mamma þurfti snöggvast að skreppa fram í búr. Imba kom á meðan trallandi inn í baðstofuna og stikaði stórum. Hún sá mig strax í rúminu og vissi, að ég var ekki vanur að vera háttaður um þetta leyti. — O, ræfillinn, hefurðu nú fengið skömm í hattinnl Eg læt það vera! — Þú ert ótugt, sagði ég og sneri mér til veggjar. í því kom mamma inn. — Blessuð, farðu að mjólka, Imba, vertu ekki að þessu hangsi! Þetta var það seinasta, sem ég heyrði. Eg sofnaði sigri hrósandi. Mig dreymdi Angalang og útilegumenn. Svo dreymdi mig, að búið væri að þjappa Imbu Skankalöng saman, svo að hún var orðin minni en ég. Það var rétt svo, að ég þekti hana. Svo dreymdi mig, að ég væri orðinn stór og sterkur, þriggja álna risi. Eg var staddur í kirkju. Það heyrðist ekkert til prestsins fyrir sköllum og óhljóðum í krakkahóp, sem var frammi á túni að leika sér. Eg læddist út úr kirkjunni og faldi stóran garðsófl undir jakkalafinu. Krakkarnir tóku ekkert eftir mér, fyr en ég

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.