Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 45
125 segði sitthvað, sem ég mundi hafa tekið illa upp hjá öbrum og hefnt grimmilega, ef ég hefði þorað. Eg var lengi að brjóta heilann um þetta efni, studdi olnbog- anum á búrhilluna og nagaði á mér vísifingurinn annan. Alt í einu kom mamma inn. Hún strauk hendinni um höf- uðið á mér og stakk upp í mig vænum sykurmola. — Sona, ertu nú ekki búinn að jafna þig? Eg svaraði engu. Eg ætlaði fyrst að krefja hana reiknings- skapar og spyrja hana, vegna hvers hún hefði látið flengja mig saklausan. Ekki fanst mér hún mundi geta svarað því nema með einhverjum útúrdúrum. Þó hætti ég við að rekast í því. Pað var komið, sem komið var. Auk þess hafði sykurmolinn mýkt síðustu særindin í kverkunum. Nú var ekkert annað en sneypan eftir. — Komdu nú að hátta, væni minn, sagði mamma, og leiddi mig út og inn göngin, inn í baðstofu. Snöggvast datt mér í hug að þrjózkast við að fara inn; þó varð ekkert úr því. Mamma tók af mér skóna, en síðan háttaði ég sjálfur, það sem eftir var, nema mamma hnepti frá mér kotinu. Mamma þurfti snöggvast að skreppa fram í búr. Imba kom á meðan trallandi inn í baðstofuna og stikaði stórum. Hún sá mig strax í rúminu og vissi, að ég var ekki vanur að vera háttaður um þetta leyti. — O, ræfillinn, hefurðu nú fengið skömm í hattinnl Eg læt það vera! — Þú ert ótugt, sagði ég og sneri mér til veggjar. í því kom mamma inn. — Blessuð, farðu að mjólka, Imba, vertu ekki að þessu hangsi! Þetta var það seinasta, sem ég heyrði. Eg sofnaði sigri hrósandi. Mig dreymdi Angalang og útilegumenn. Svo dreymdi mig, að búið væri að þjappa Imbu Skankalöng saman, svo að hún var orðin minni en ég. Það var rétt svo, að ég þekti hana. Svo dreymdi mig, að ég væri orðinn stór og sterkur, þriggja álna risi. Eg var staddur í kirkju. Það heyrðist ekkert til prestsins fyrir sköllum og óhljóðum í krakkahóp, sem var frammi á túni að leika sér. Eg læddist út úr kirkjunni og faldi stóran garðsófl undir jakkalafinu. Krakkarnir tóku ekkert eftir mér, fyr en ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.