Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 45
201
buch der Chinesen*, »Das Totenbuch der alten Agyptert, »Att-
arabische Poesie*, »Das Königsbuch der Perser«, »Das Rámá-
yana und die Rama-Literatur der Indert.
Aðeins þeir, sem kunnugastir voru, vissu, að nú var Baum-
gartner farinn að leggja undirstöðuna að sínu mikla ritverki.
1897 komu loksins 2 fyrstu bindin af alheimsbókmentasögu
hans, »Geschichte der Weltliteraturt-: I. »Die Literaturen West-
asiens und der Nillándert., II. »Die Literaturen Lndiens und
Ostasienst. Prem árum síðar (1900) komu svo 2 ný bindi: III.
»Die griechische und laieinische Literatur des klassischen
Altertums«, IV. »Die lateinische und griechische Literatur
der christlichen Völkert.
Af sérfræðingum og vísindamönnum yfirleitt var verki þessu
tekið frábærlega vel, margfalt betur en nokkur gat gert sér von
um. Pað varð því strax að fara að hugsa fyrir nýjum útgáfum,
°g ^^S voru líka komnar út 3 og 4 útgáfur af þessum fjórum
fyrstu bindum. Og sama árið kom V. bindið: »Die französische
Literaturt.. Pað var fylliiega jafnsnjalt hinum bindunum, en af
því Baumgartner hlífðarlaust gagnrýndi þar hinar nýjustu hnign-
unarbókmentir Frakka, þá var því illa tekið í sumum blöðum, þó
það væri hafið til skýjanna af öðrum.
Loks tókst þessum óþreytandi fræðiþul, rétt fyrir andlát sitt,
svo að kalla að ljúka við VI. bindið: »Geschichte der italienischen
Literaturt.
Hann vann með óþreytandi elju á banasænginni, unz kraftar
hans, tveim dögum fyrir andlátið, þrutu með öllu. Hann andaðist
í friði og ró, án nokkurrar baráttu við dauðann, umkringdur af
saknandi og biðjandi reglubræðrum.
Hið mikla ritverk hans hafa reglubræður hans tekið að sér
að ljúka við. Par vantar enn 4 bind": VII. *Die Literaiuren der
Spanier, Portugiesen und der úbrigen romantischen Volkeri.;
VIII. > Die Literaturen der Englánder, Niederiánder und Skan-
dinavier«; IX. »Die Literaturen der Siaven und Magyaren<t;
X. »Die deutsche Literatur<í. Til allra þessara binda hafði Baum-
gartner safhað miklu efni, sem hann hefir látið eftir sig.
Baumgartner var tvímælalaust sjaldgætt og merkilegt mikil-
menni. Hann bar það jafnvel utan á sér, því hann var að ytra
útliti harla einkennilegur, er þó jafnframt bar vott um mikla and-
lega hæfileika. Peir, sem komust í nánari kynni við hann, gátu