Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 80
236 og Skjöldunga hina yngri, og þó mestur hluti bókarinnar um Starkað, þjóðhetju Dana. Rekur hann þar allar sagnir um hann um öll Norðurlönd og sýnir fram á afstöðu þeirra innbyrðis, hverjar af þeim séu eldri og hverjar yngri og hvernig þær hafi myndast. Elztu drög til sagnanna um hann má finna í hinu engilsaxneska Béowulf- kvæði frá 500 e. Kr., en aðalkjarninn er í f'ásögn Saxa, einkum í Ingjaldskvæði hans eða Starkaðarhvöt, þar sem Starkaður stendur í höll Ingjalds konungs og eggjar hann lögeggjan til að hverfa frá sællífi sínu og dáðleysi og feta í spor fullhuganna, for- feðra sinna, og hefha föður síns. Þetta kvæði álítur hann sé frá 950 e. Kr., en flestar aðrar sagnir, bæði norskar, íslenzkar og danskar, yngri, og eigi þær oftast meira eða minna ætt sína að rekja til Starkaðarhvatar, þó breytt hafi verið til á ýmsa vegu og nýju skáldað inn í. Úr sögnum Islendinga um Starkað gerir hann fremur lítið, enda virðist hann ekki hafa rannsakað þær til hlítar, og gegnir það því meiri furðu, sem rannsóknir hans eru þó að öðru leyti svo ýtarlegar og víðtækar. Að minsta kosti verður ekki séð, að hann hafi gert sér það ómak, að rannsaka þau mistnunandi íslenzku handrit af Starkaðarsögu, sem eru í Handritasafni Bókmenta- félagsins (nr. 185, 251, viðb. nr. 14 og enn eitt til). íslenzk Starkaðarsaga er og nýkomin á prent í Winnipeg. Má vera, að lítið sé á sögum þessum að græða, en réttara hefði verið að líta á þær, og aldrei örvænt, að eitthvað finnist þar, sem skýrt geti eldri frásagnir eða eitthvað í þeim. Annars eru þessar rannsóknir dr. Olriks ágætlega af hendi leystar og sýna bæði frábæran lærdóm og mikla skarpskygni. Mætti til þess færa mörg dæmi, en með því það yrði varia gert nema í löngu máli, sleppum vér því. Væri gaman að fá fleiri slíkar bækur frá hans hendi, því af þeim má margt læra. Ekki getum vér verið honum (né Bugge) sammála um að »getta« (bls. 182) sé »Kælenavn for Geirhildr«. Pað er óefað sama og »genta« (Fas. III, 382, 389, 393) og norska orðið »jénte«, eins og Sveinbjörn Egilsson hefir rétt séð (Lex. poet.). Ekki getum vér heldur séð, að »þjóð nerungi« í Vikarsbalki 1 sé óskiljanlegt, né að þar þurfi neinna breytinga við. »Nerungr« eða »néringr«, »næringr«, »nárungr« er talsvert algengt í samsetningum, t. d. gunn-næringr, fólknárungr, eldnárungr, log- nárungr, élnárungr o. s. frv. (sbr. Lex. poét.). í'jóðnærungr þýðir: sá sem nærir, elur þjóðina, heldur henni við, og á sú merking ágætlega við í Vikarsbálki 1. V. G. »VIDA VÁRLDEN« heitir rit, sem ritstjóri Ragnar Lundborg gefur út í smá- heftum, og er í því stutt lýsing á löndum og þjóðum. I 2. hefti þess er meðal ann- ars lýsing á íslandi og Danmörku, viðlíka langur kafli um hvort þessara landa og jafnmargar myndir frá þeim báðum. Lýsingin er stutt og laggóð, en hætt er við, að Danir hefðu eitthvað við hana að athuga. Þar segir, að ísland hafi verið Iýð- veldi frá 874—1262, en eftir það konungsríki í persónusambandi við Noreg. 1380 hafi það sameinast Danmörku og verið einvaldsríki frá 1662—1874, en þá fengið núgildandi stjórnarskrá sína, og með henni hafi alþingi verið endurreist. (f*að var nú reyndar endurreist 1843 sem ráðgefandi þing). Að nokkru leyti sé konungurinn enn einvaldur, t. d. í meðferð utanríkismála, sem hann láti Danmörku annast einnig fyrir ísland. íslendingar séu nú sem stendur að berjast við að fá Dani til að viður- kenna persónusamband milli Danmerkur og íslands. Sjálfsagt þykir sumum tslendingum vænt um að fá þessar kenningar breiddar út nm heiminn, en annað mál er hvað Danir segja um þær. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.